Miðvikudagur 18. september, 2024
11 C
Reykjavik

Leigumarkaðurinn: „Leigendur á Íslandi búa við hvað verstu kjör í Evrópu…“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Leigendur á Íslandi búa við hvað verstu kjör í Evrópu…“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður samtaka leigenda á Íslandi, í viðtali hjá Heimi Karlssyni og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, í Bítinu í morgun.

Óstöðugleiki og sífelldar hækkanir einkenna íslenskan leigumarkað, en markaðurinn telur um 35 til 40 þúsund heimili. Samtökin berjast fyrir bættum kjörum og að ríki og sveitafélög sinni skyldum sínum.

„Ástæða þess að fasteignaverð er að hækka svona mikið er út af því að leigumarkaðurinn er að skila mikilli ávöxtun,“ segir Guðmundur og bendir á að flestir kaupendur á íbúðarhúsnæði séu fjárfestar.

Í meirihlutasáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, sem kynntur var í gær, er hvergi minnst á kjör eða úrlausnir fyrir íslenska leigjendur.

Skýrt í lögum

„Skyldur sveitafélaganna er að útvega húsnæði á viðráðanlegu verði, það stendur í lögunum, þarna hafa þau bara svikist um sitt hlutverk og skapað þessar aðstæður á leigumarkaði,“ segir Guðmundur.

Í 45. grein í 12. Kafla um húsnæðismál í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, segir:

- Auglýsing -

Sveitarstjórnir skulu, eftir því sem kostur er og þörf er á, tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.

„Við verðum að átta okkur á því að á almennum íbúðamarkaði, leigumarkaði í Reykjavík, er engin óhagnaðardrifin íbúð – ekki ein!“ segir Guðmundur og bætir við að þau samtök sem kalla sig óhagnaðardrifin standist ekki skoðun.

„Í Danmörku er hugtakið óhagnaðardrifið skilgreint þannig að bara er tekið mið af upprunalegum  byggingarkostnaði […] Félagsbústaðir sem skila milljörðum í hagnað gætu lækkað húsaleiguna hjá sér um 25% ef þeir myndu raunverulega vera óhagnaðardrifnir.“

- Auglýsing -

 Vonbrigði til vinstri

Á fundi Samtaka leigjenda á Íslandi með öllum sveitarstjórnarflokkunum rétt fyrir kosningar kom í ljós að Píratar og Viðreisn voru hvað mest til hægri hvað varðaði húsnæðismálin. „Þessi tveir flokkar settu sig alfarið upp á móti því að verja leigendur fyrir sjálftöku á leigumarkaði, með því að setja einhverjar takmarkanir á hversu mikið leigan mætti hækka,“ sagði Guðmundur. „Flokkarnir vildu meina að markaðurinn eigi og muni leysa vandann.“

Þá vill Guðmundur meina að hækkanir á leiguverði sé bein afleiðing vanrækslu fyrrum meirihluta.

Fundað með forsætisráðherra

Krafa leigjenda er hávær en svörin engin frá meirihlutanum. Samtökin ganga til fundar klukkan 13 með forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, sem árið 2019 skrifaði undir þá kröfu í lífskjarasamningunum að komið yrði á leigubremsu sem tekur á árlegum hækkunum.

„Bremsan þýðir að ekki mega hækka leigu umfram eitthvað ákveðið hlutfall á hverju ári,“ útskýrir Guðmundur. „Framboðsskorturinn er heimatilbúinn og meðvitaðar aðstæður sem búnar eru til af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu…“

„35 til 40 þúsund leigendur borða erfitt í morgunmat. […] Nú er komið að leigendum – eigum inni bæði sanngirni og leiðréttingu.“ segir Guðmundur í lokin.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -