Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Leikar æsast í miðborginni: „Því lengra sem líður á nótt­ina því ruglaðra verður fólk.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Of­beldi fylg­ir skemmtana­líf­inu og því lengra sem líður á nótt­ina því ruglaðra verður fólk og of­beld­is­mál­in al­var­legri,“ sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við mbl.is í dag.

Fjöldi útkalla lögreglu vegna ofbeldismála eykst nú aftur eftir að samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru rýmkaðar.

Útköllunum fækkaði verulega á meðan barir og skemmtistaðir voru ýmist lokaðir, eða máttu hafa opið stutt og með ströngum takmörkunum á fjölda og fjarlægð milli gesta. Nú er hinsvegar æsingurinn að ná sér á skrið.

Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina, sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur. Töluvert var um slagsmál og önnur ofbeldisbrot.

„Átök og slags­mál hafa alltaf verið fylgi­fisk­ur skemmtana­lífs­ins. Ég held þetta sé ekki að fara í neitt sér­stakt óefni,“ sagði Jóhann Karl.

Jóhann telur þróunina vera í átt að venjulegu árferði, en nú sé verið að auka löggæsluna í miðborginni eftir að dregið hafi verið úr henni þegar ástandið í faraldrinum var hvað verst.

- Auglýsing -

Jóhann telur lögregluna ráða við vaxandi álag og mönnun verði komin í eðlilegt horf innan skamms.

„Við erum með næg­an mann­skap.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -