Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Leikfélag Reykjavíkur dæmt bótaskylt gagnvart Atla Rafni: Fær 1,5 milljónir í miskabætur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dæmt var í máli leikarans Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti í dag. Leikfélag Reykjavíkur var þar dæmt til að greiða leikaranum 1,5 milljónir í miskabætur og 3 milljónir í málskostnað.

Atli höfðaði mál á hendur leikfélaginu og Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, eftir að honum var sagt upp vegna ásakana í tengslum við fyrstu metoo-bylgjuna.

Atli Rafn vann málið í Héraðsdómi og voru dæmdar 5,5 milljónir í bætur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu að sýkna skyldi bæði leikfélagið og Kristínu Eysteinsdóttur af kröfum Atla Rafns. Einn dómari við Landsrétt, Eiríkur Jónsson, skilaði þó séráliti þar sem hann taldi leikfélagið skaðabótaskylt gagnvart Atla Rafni.

Hæstiréttur heimilaði áfrýjun Atla Rafns til dómstólsins í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Sýkna Landsréttar í málinu gegn Kristínu var látin standa.

Á sínum tíma sagði Kristín Eysteinsdóttir að uppsögn Atla Rafns hafi verið óhjákvæmileg í ljósi þeirra kvartana sem borist höfðu inn á borð hennar sem þáverandi Borgarleikhússtjóra. Hún sagði fjóra einstaklinga sem á þessum tíma störfuðu við leikhúsið hafa upplifað mikinn ótta, kvíða og vanlíðan við að mæta í vinnuna.

Atli Rafn sagði í skýrslutöku sinni fyrir Héraðsdómi að hann hefði aldrei orðið jafn hissa og þegar honum var sagt upp.

- Auglýsing -

Atli Rafn hefur ætíð sagt að hann hafi aldrei fengið að vita hvers eðlis ásakanirnar á hendur honum voru, né frá hverjum þær komu.

Miklar deilur voru uppi um það á sínum tíma hvort Leikfélagi Reykjavíkur hefði borið að veita honum nánari upplýsingar í aðdraganda uppsagnarinnar, eða hvort trúnaður við þá sem leituðu til stjórnar leikhússins hafi vegið þyngra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -