Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Leit stendur yfir af þýskum ferðamanni í Flateyjardal – Skildi bíl sinn eftir fyrir tveimur vikum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Leit stendur yfir að þýskum ferðamann í eyðibyggðinni á Flateyjardal á skaganum milli Eyjafjarðar og Sjálfanda. Maðurinn er einn á ferð.

Að sögn Rúv er fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu á svæðinu við leit að manninum. Maðurinn er fæddur árið 1947 og er einn á ferð. Skildi hann bíl sinn eftir við Eyðibílið Hof fyrir tveimur vikum síðan. Samkvæmt heimildum Rúv, skildi maðurinn eftir bréf í bílnum þar sem hann sagðist ætla að ganga úr Flateyjardal yfir í Fjörður og aftur til baka.

Búið er að kalla út björgunarsveitir sem eru nú við leit, bæði á landi og með drónum, er haft eftir Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Aukreitis hafi aðgerðarstjórn verið virkjuð á Húsavík.

Segir Jóhannes mikla áherslu lagða á ítarlega leit fram á kvöld því slæm veðurspá sé fyrir morgundaginn. Þá er einnig verið að rannsaka fyrri ferðalög mannins, meðal annars með hjálp ættingja hans.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -