Þriðjudagur 21. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Lenya Rún: „Hvers vegna klæðirðu þig alltaf eins og drusla?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lenya Rún Taha Ka­rim, vara­þing­maður Pírata, deildi með fylgj­endum sínum í gær á Twitter ó­geð­felldum nafn­lausum skila­boðum sem henni barst á Twitter. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem varaþingmaðurinn fær send til sín hatursskilaboð. Fyrr á þessu ári tók Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri vefritsins Kjarnans frétt af vefnum, sem unnin var upp úr lengra viðtal við Lenyu Rún. Þetta var gert vegna yfirgengilegra viðbraga á samfélagsmiðlum, sem einkenndust af rasisma og hatursorðræðu í garð Lenyu Rúnar. Mannlíf fjallaði um í kjölfarið yfirlýsingu Pírata sem þeir sendu frá sér og fordæmdu það hatur og þann rasisma sem Lenya Rún verður reglulega fyrir.

Fréttin fjallaði um þær svívirðingar og rasisma sem hún mátti þola vegna uppruna síns, þegar hún bauð sig fram til þings. Í færslu Þórðar, á þeim tíma sagði að þegar hluti af viðtalinu var tekinn út úr hinu stærra samhengi og birt sem frétt hafi það framkallað viðbrögð á samfélagsmiðlum sem hann sá ekki fyrir og „ekki [sé] hægt að lýsa öðruvísi en sem persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu.“

Ein­hver ó­prúttin aðila hefur þótt það koma sér við hvernig Lenya klæðir sig í þetta skiptið og sendi henni skila­boðin „Hvers vegna klæðirðu þig alltaf eins og drusla?“ Þú ert vara­þing­maður hagaðu þér þannig.“

Le­nýa svarar honum: „Gleymist að ég sé bara 22 ára, má ég að­eins.“

Þá bætir hún við. „Ef ég klæði mig á í­halds­saman hátt er ég mússa­kerling sem vill inn­leiða shaira­lög, ef ég klæði mig SUMAR­lega er ég drusla,“ skrifar Lenya.

Stuðningur hefur komið úr öllum áttum og hafa hátt í þúsund manns like-að færsluna.

- Auglýsing -

Hekla Elísa­bet Aðal­steins­dóttir, sem starfar fyrir þing­flokk Pírata, skrifar: „Ef þessi mann­leysa mætir mér ein­hver tímann á sinni aumu lífs­leið.. Oh Boy.“ Og svona mætti lengi telja.Felix Bergs­son, leggur einnig orð í belg og skrifar: „Vá hvað þessir fá­vitar eru rudda­legir. Þykir leitt að sjá þetta“ Ásta Helga­dóttir, fyrr­verandi þing­maður skrifar meðal annars. „Omg magi, stór­hættu­legt. Jeminn“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -