Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Lenya Rún útskrifaðist úr meðferð við átröskun: „Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata fagnaði stórum tímamótum í gær.

Hin skelegga varaþingkona skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hún fagnaði útskrift úr um átta vikna innlagnarmeðferð við átröskun. Það gerði hún með góðri máltíð.

„Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir“

Lenya fagnaði með draumamáltíð.
Ljósmynd: Twitter.

Mannlíf óskar Lenyu Rún innilega til lukku með áfangann!

Ef einstaklingar telja sig vera að glíma við átröskun geta þeir farið á heilsugæsluna eða til síns heimilislæknis og fengið tilvísun í átröskunarteymi Landspítalans sé metin þörf á því.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -