Miðvikudagur 29. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Lesendur vissu betur en veðbankar: Reykjavíkurdætur og Sigga, Beta og Elín nánast hnífjafnar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lesendur Mannlífs voru töluvert nær því að hafa rétt fyrir sér um úrslit Söngvakeppninnar heldur en veðbankar. Þannig voru nánast jafnmargir sem spáðu systrunum Siggu, Betu og Elínu sigri eins og Reykjavíkurdætrum, í skoðanakönnun sem Mannlíf birti í gær.

Eins og sagt var frá í gær höfðu veðbankar spáð Reykjavíkurdætrum nokkuð öruggum sigri í Söngvakeppni sjónvarpsins og greinilega margir sem áttu von á því að þær yrðu framlag Íslands á Ítalíu í vor.

Það voru hinsvegar þær Sigga, Beta og Elín sem báru sigur úr býtum með lagið sitt Með hækkandi sól. Niðurstöður skoðanakönnunar Mannlífs voru á þá leið að rúmlega 37 prósent töldu Reykjavíkurdætur eiga að sigra keppnina, á meðan rúmlega 36 prósentum lesenda fannst Sigga, Beta og Elín sigurstranglegastar.

Lesendur Mannlífs virðast vera með puttann á púlsinum þrátt fyrir að hafa ekki sett systurnar ofar dætrunum, því það voru jú þessi tvö lög sem fóru í endanleg úrslit og bráðabana. Enn á eftir að koma í ljós hversu miklu munaði milli atriðanna tveggja.

Það var áberandi hve margir kusu annað þessara tveggja laga í skoðanakönnun Mannlífs, því næsta lag í röðinni var einungis með rúmlega 11 prósent atkvæða lesenda. Það var Stefán Óli með lagið All I Know. Því næst voru það systkinin í Amarosis með rúm 10 prósent og síðan Katla með tæplega 5 prósent.

Niðurstöðurnar má sjá hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -