Laugardagur 14. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Lestarstjóri framdi hetjudáð í Öskjuhlíð og bjargaði barni – Guðrún litla var ekki eins heppin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvö börn léku sér snemma einn ágústmorgun í Reykjavík, grunlaus um hætturnar sem fylgdu iðnvæðingunni, ef maður gætti ekki að sér. Þegar lestarstjóri eimreiðar sem var að flytja grjót úr Öskjuhlíðinni í höfnina, sá börnin tvö að leik á sjálfri járnbrautinni gerði hann allt til þess að koma í veg fyrir stórslys. Hann hemlaði og þeytti pípunni en sá að tilraunir hans væru ekki nægar. Stökk hann út úr lestinni og náði með herkjum að bjarga öðru barninu. Hitt barnið varð ekki eins heppið.

Blaðið Veröld skrifaði um slysið skelfilega en lýsingar á slysum voru nákvæmari en þekkist í dag, sem betur fer kannski því stundum voru þær um of, líkt og fréttin af þessu slysi. Banaslys hinnar tveggja ára gömlu Guðrúnar Aðalheiðar Elíasardóttur, var annað banaslys Íslandssögunnar þar sem fólk varð fyrir lest. Það gerðist 6. ágúst 1919.

Frétt Veraldar:

Sorglegt slys. Reykjavík 6. ág. Í gærdag snemma vildi til það slys hér, að eimlest hafnarinnar rann á lítið barn og varð því að bana. Um atvikin að þessum sorglega atburði er það að segja, að eimlestin kom ofan úr hlíð með marga hlaðna vagna. Rétt fyrir innan bæinn, þar sem járnbrautin liggur niður á Hverfisgötuna, voru tvö smáböm á sjáflri brautinni. Eimreiðin þeytti pípuna hvað eftir annað, en börnin voru slíkir óvitar, að þau höfðu enga hugmynd um að þau þyrftu að forða sér. Var þá reynt að stöðva lestina, en það var hægara sagt en gert, því bæði var halli þarna nokkur og svo ýttu aftari vagnarnir á með þunga sínum og rann öll lestin áfram. Þegar maður sá, er vögnunum stýrir, sá að hverju fór, hljóp hann út úr lestinni og gat þrifið annað barnið og bjargað því undan lestinni en hitt varð undir. Fór vagnhjólið yfir hálsinn á því og sneið af höfuðið. Barnið átti heima á Barónsstíg 12. Var það telpa, 3—4 ára gömul, Guðrún Aðalheiður að nafni, dóttir Elíasar Jóakimssonar trésmiðs. Réttarhöld fór fram þegar í gær. Vitnaðist þar að báðar hemlurnar—annar er á hreyfivagninum en hinn á vagni í miðri lestinni — höfðu verið settir á hjólin þegar það sást að börnin gengdu ekki hljóðbendingunni. En vegna hallans á brautinni staðnæmdist lestin eigi nógu fljótt, þrátt fyrir hemlurnar. þegar maðurinn á hreyfivagninum sá hvað verða vildi, hljóp hann út úr vagninum, fram fyrir lestina, og gat með herkjum náð öðru barninu Munaði minstu að hann yrði undir lestinni sjálfur.

Baksýnisspegill þessi birtist áður 2. júní 2023.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -