Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Líf segir Sjálfstæðismenn í stríði við máva: „Svei þessari ömurlegu tillögu þeirra“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn er afar ósátt við tillögu Sjálfstæðismanna í borginni sem vilja losna við mávinn.

„Nú hafa Sjálfstæðismenn í Reykjavík enn og aftur lýst yfir stríði við máva og ætla að leita leiða til að fækka þeim með því að drepa þá og ungana þeirra. Hvað gefur þeim skilgreiningarvaldið á því hvort mávar séu meiri pest en aðrir fuglar og önnur dýr? Hafa þeir ekki kynnt sér stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilega fjölbreytni? Og eins má spyrja sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft samráð við Náttúrufræðisstofnun Íslands eða Gunnar Þór Hallgrímsson hjá HÍ sem hefur rannsakað sílamáva manna mest en það er sú tegund sem er hvað mest í þéttbýli,“ segir Líf meðal annars í færslu borgarfulltrúans Lífar Magneudóttur á Facebook sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.

Deildi Líf svo færslu sinni á sinni persónulegu Facebook-síðu með eftirfarandi orðum:

„Kemur væntanlega ekki á óvart kæru vinir – en ég er sammála sjálfri mér! Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert með það að íhlutast með ofbeldi og ráðskast með tilveru máva í Reykjavík og drepa þá og ungana þeirra. Svei þessari ömurlegu tillögu þeirra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -