Þriðjudagur 3. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Lífsreynslusaga: Ég hef lært að brosa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andstæðar tilfinningar geta verið lifandi í okkur á sama tíma, báðar í einu. Ein tilfinning útilokar ekki aðra. Tilfinningalífið er margslungið, til dæmis getum við verið afbrýðisöm út í einhvern og samglaðst viðkomandi samtímis. Getum hlakkað til og kviðið fyrir á sama tíma, verið fegin og svekkt yfir sama hlutnum.

Minn sársauki, vanmáttur og togstreita er raunveruleg og það er nauðsynlegt fyrir mig að viðurkenna það sem ég upplifi. Það er ríkjandi tilhneiging að afneita sinni upplifun því einhverjir aðrir hafa það verra. Þetta viðkvæði að mega ekki kvarta því ég hef allt sem ég þarf, eða á að þurfa.

Akkúrat núna er allt í stakasta lagi. Þegar ég anda djúpt nokkrum sinnum og leyfi mér að finna aðeins það sem er raunverulegt í þessu augnabliki finn ég frið og þannig hef ég lært að brosa.

Ég hef lært að brosa í gegnum þjáningarnar og ég hef lært að brosa þegar ég hef beðið ósigur. Ég hef lært að brosa á óvissutímum og ég hef lært að líta á björtu hliðarnar. Himinninn er kannski þungbúinn á þessu augnabliki, en fyrr eða síðar mun sólin skína og allir skuggar verða á bak og burt. Lífið hefur ekki alltaf farið um mig mjúkum höndum en ég hef reddað mér. Ég hef stundum náð að upplifa algjört óttaleysi, en það sem hefur skipt mig mestu máli er að ég hef fundið hvernig er að vera hamingjusöm, þó svo að allt hafi unnið gegn því.

Ég hef lært að brosa jafnvel þó svo að ég hafi gert mistök. Ég hef lært að brosa þegar ég hélt að ég myndi ekki komast í gegnum hindranirnar á veginum. Og ég hef lært að brosa  andspænis höfnun. Ég hef áttað mig á því, að þegar ég brosi virðist allt auðveldara. Brosið hefur breytt mínum heimi, en þó ekki heiminum sjálfum. Og ég veit að lífið er einungis einu brosi frá því að vera gott.

Ég hef lært að treysta. Ég hef lært að standa á eigin fótum og ég hef lært að ég er sterkari en ég hélt. Ég er ekki lengur hrædd við nóttina því myrkrið er ekki til, það er aðeins minna ljós. Það sem breytti öllu var þegar ég áttaði mig á því að lífið verður betra ef ég beini athyglinni meira að því jákvæða. Þá get ég breytt verstu aðstæðunum.

- Auglýsing -

Ég brosi, ekki vegna þess að ég sé laus við allt mótlæti, heldur vegna þess að ég hef lært að breyta hugarfari mínu og því hvernig ég skilgreini líf mitt. Það er meira rými fyrir bjartsýni og raunsæi. Ég brosi og brosi því það gerir mig yngri og skemmtilegri. Ég brosi, ekki vegna þess að ég vilji fela sársaukann, heldur vegna þess að ég skil að lífið væri ekki gott ef ég einblíndi endalaust á neikvæðu hliðarnar. Lífið er eins og bogadreginn spegill. Ef þú beinir athyglinni einungis að miðjunni er myndin skýr, en ef þú horfir bara á brúnirnar á kúlulaga speglinum verður skynjunin ójöfn.

Bros er ekki bara tilfinning, heldur skynjun, rafsegulsvið og lífsafl.

Ég læri það skref fyrir skref, andardrátt fyrir andardrátt.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -