Laugardagur 3. desember, 2022
-0.2 C
Reykjavik

Lilja Alfreðsdóttir harmar ráðningu Hörpu: „Við upp­lifðum að hún sæi eftir þessu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fram kemur í grein Fréttablaðsins að menningar­mála­ráð­herra, Lilja Dögg Al­freðs­dóttir, hafi sagt nýverið á Safna­þingi á Aust­fjörðum að hún harmaði að hafa skipað Hörpu Þórs­dóttur sem þjóð­minja­vörð án aug­lýsingar.

Vísaði Lilja í skipan sinni til undan­þágu­á­kvæðis í starfs­manna­lögum sem heimilar til­færslu em­bættis­mann; Lilja Dögg sagði á Safna­þinginu – eftir að gagn­rýni kom fram á störf hennar að hún hefði ekki staðið að skipaninni ef hún hefði vitað hvaða við­brögð yrðu í sam­fé­laginu.

Nálægt 100 manns urðu vitni að yfir­lýsingunni og setti marga hljóða, eftir því Fráttablaðið greinir frá:

„Lilju var mjög mikið niðri fyrir. Hún harmaði að hafa fært til em­bættis­mann í starfi með þessum hætti,“ sagði Ólöf Gerður Sig­fús­dóttir, en hún er for­maður Ís­lands­deildar ICOM, al­þjóða­ráðs safna:

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.

„Við upp­lifðum að hún sæi sannar­lega eftir þessu.“

Áður en þingið fór fram hafði Lilja Dögg varið skipan sína með því að Harpa hefði verið yfir­burða­hæf til að hljóta stöðuna; hafði þá safna­fólk notað orð eins og hneyksli um skipanina.

- Auglýsing -

Það var svo í gær að Lilja Dögg boðaði til fundar með for­mönnum fé­laga sem hafa sent frá sér nokkuð harð­orðar yfir­lýsingar:

„Þetta var góður fundur, ráð­herra tjáði vilja til sátta. Hún getur ekki aftur­kallað skipanina sem hefði verið best strax í upp­hafi, en Lilja lýsti vilja til að vinna á­fram að mál­efnum allra höfuð­safnanna þriggja,“ segir Ólöf Gerður, og bætti þessu við:

„Það var á­kveðið að stofna sam­ráðs­hóp til að ræða fyrir­komu­lag, skipunar­tíma og aug­lýsingar við þessar þrjár stöður höfuð­safnanna,“ sem eru Þjóð­minja­safnið, Lista­safn Ís­lands og Náttúruminjasafn Íslands.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -