Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Lilja orðlaus eftir „svartan fössara“: „Ótrúlegt hvað sum fyrirtæki eru að svindla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja nokkur er svekkt eftir að fyrirtækið Reykjavík Design reyndi að svindla á henni um helgina, allt í nafni „Black Friday“ afsláttarhelgar hjá fyrirtækinu. Hún hafði augastað á fallegum viðarskúlptúr sem auglýstur var á 20 prósenta afslætti um helgina. Lilja hafði hins vegar skoðað sama skúlptúr fyrr í mánuðnum og þá var verkið ódýrara en með auglýstum afslætti nú.

Þetta er verðið á viðarskúlptúrnum fyrir afsláttarhelgina.

Búðin hefur því augljóslega hækkað verðið skömmu fyrir „Black Friday“ og þegar afsláttur var settur á dugði það ekki til að ná fyrr verði. Lilja segir frá í fjölmennum hópi Íslendinga á Facebook, Verslun á netinu.

„Var að skoða þessa krumma 14. nóvember. Svo kosta þeir í dag meira á 20 % afslætti. Ótrúlegt hvað sum fyrirtæki eru að svindla á þessum afslættardögum.“

Fjölmargir meðlimir tjá sig undir færslu Lilju og flestir þeirra eru ósáttir við verslunina vegna viðskiptaháttanna. Þyrí er ein þeirra. „Ömurlegt, tilkynna til neytendastofu,“ segir Þyrí ákveðin. Herdís er heldur ekki sátt. „Íslenskur afsláttur í hnotskurn,“ segir hún.

„Æ hvað þetta er sorglegt,“ segir Vala og Selja tekur í sama streng:

„Þetta er þvi miður ekki bara svona á Íslandi þetta er held ég bara sama sagan í flestum löndum sem bjóða uppà þetta black friday bilun. Ógeðslega lélegt. Þeir vita nàkvæmlega hvað þeir eru að gera eins líka bara í venjulegum útsölum. Hef lent i þvi nokkrum sinnum i gegnum àrin að kaupa föt eða eitthvað punt þar sem er ekki límt nógu yfir orginal verðmiðan og hluturinn ódýrari fyrir útsölu,“ segir Selja. 
Þetta var svo afsláttarverð búðarinnar um helgina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -