Miðvikudagur 7. júní, 2023
7.8 C
Reykjavik

Lilja Rafney gagnrýnir Vinstri græna: „Olíusparnaður togara má ekki vera á kostnað lífríkisins“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Varaþingmaður Vinstri grænna gagnrýnir harðlega frumvarp sem leyfir öfluga togara, með öfluga botndræg veiðarfæri að veiða á grunnslóð við Ísland. Segir hún að frumvarpið sé í boði Vinstri grænna.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norð-vesturkjördæmi, er harðorð gagnvart félögum sínum í flokknum vegna frumvarps sem er á „lokametrunum“ en þar er leitast til þess að leyfa öflugri togara en áður að veiða á grunnslóð við landin með enn öflugri botndræg veiðarfæri en áður. Segir Lilja Rafney að frumvarpið gangi „þvert á ný samþykkta ályktun á Landsfundi VG og baráttu til fjölda ára um að koma öflugum togskipum sem lengst út frá grunnslóð.“ Segir hún að frumvarpið kalli á „áframhaldandi fækkun smábáta og öflugri togara sem ryksuga grunnslóð með óafturkræfum áhrifum á lífríkið!“

Hvetur Lilja Rafey í færslu sinni á Facbook, til þess að þingmenn dragi frumvarpið til baka. „Hugsanlegur olíusparnaður togara má ekki vera á kostnað lífríkisins og eyðileggingu veiðislóða smábáta!“

Ekki náðist í Lilju við vinnslu fréttarinnar en lesa má færslu hennar í heild sinni hér fyrri neðan:

„Frumvarp er nú á lokametrunum um að leyfa á grunnslóð enn öflugri togara með enn öflugri botndræg veiðarfæri sem fara illa með botninn og veiðislóðir á grunnslóð sem eru órannsakaðar og þetta er í boði VG. Frumvarpið gengur þvert á ný samþykkta ályktun á Landsfundi VG og baráttu til fjölda ára um að koma öflugum togskipum sem lengst út frá grunnslóð. Engar rannsóknir um áhrifin hafa verið gerðar og hvar er nú varúðarreglan um að láta náttúruna að njóta vafans og byggja á sjálfbærri auðlindanýtingu. Þetta kallar á áframhaldandi fækkun smábáta og öflugri togara sem ryksuga grunnslóð með óafturkræfum áhrifum á lífríkið ! Ég hvet til þess að hafa skynsemi til þess að draga þetta frumvarp til baka ! Hugsanlegur olíusparnaður togara má ekki vera á kostnað lífríkisins og eyðileggingu veiðislóða smábáta !

Ályktun um verndun sjávarauðlindarinnar og áhrif veiðarfæra
Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn 17. – 19. mars 2023 telur mikilvægt að rannsóknir fari fram á umhverfisáhrifum nýtingar þangs og þara og ólíkra veiðarfæra á sjávarauðlindina og hafsbotninn innan fiskveiðilandhelgi Íslands.
Landsfundurinn ályktar að ekki verði leyft að auka enn frekari veiðar togskipa með auknu vélarafli og öflugum botndregnum veiðarfærum innan viðkvæms botnvistkerfis á grunnslóð. Veiðar og notkun veiðarfæra verði byggðar á rannsóknum með áherslu á verndun uppeldisstöðva fiskistofna og lífríkis sjávar í efnahagslögsögu Íslands.
Landsfundurinn ítrekar mikilvægi alþjóðlegra skuldbindingar Íslands frá COP15-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Montréal árið 2022 um friðun allt að 30% hafsvæða heims. Mikilvægt er að tryggja fjármuni í að rannsaka enn frekar lífríki sjávar og byggja alla nýtingu sjávarauðlindarinnar á rannsóknum og sjálfbærni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -