Lilja um ráðningu útvarpsstjóra: „Ég hefði kosið fullt gagn­­sæi í ráðning­ar­­ferl­inu öllu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði viljað fullt gagn­sæi í ráðning­ar­ferli útvarpsstjóra.

„Það hef­ur þegar komið fram í þessu máli að ég hefði kosið fullt gagn­sæi í ráðning­ar­ferl­inu öllu og það á líka við um ákvörðun stjórn­ar að rök­styðja ekki,“ seg­ir Lilja í skrif­legu svari til mbl.is og vísar þar til ákvörðunar stjórnar RÚV að vilja ekki veita rökstuðning fyrir ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra. Eins og kunnugt er hefur ráðningarferlið verið mjög umdeilt.

Kristín Þor­steins­dóttir, fyrr­verandi út­gefandi Frétta­blaðsins og ein þeirra sem sóttist eftir starfinu, óskaði eftir rök­stuðningi frá stjórn RÚV vegna ráðningar Stefáns og upp­lýsinga um um­sóknar­ferlið en því var neitað.

Kol­brún Hall­dórs­dóttir, sem sótti einnig um stöðuna, hefur sömuleiðis óskað eftir rök­stuðningi vegna ráðningarinnar. Hún íhugar nú að kæra ráðninguna til kæru­nefndar jafn­réttis­mála.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Þegar tryggingar snúast um fólk

Tryggingafélagið VÍS hefur nýlega vakið athygli fyrir að boða nýjung á bílatryggingamarkaði, svokallaðan Ökuvísi. Ætlunin er að...