Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Linda skelkuð vegna Husky í smáíbúðahverfinu: „Ekki óhætt að senda barn út með vígtennt dýr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á hverfishóp smáíbúðahverfisins á Facebook vekur Linda María athygli á hvítum sleðahundi sem hún mætti í Hæðargarði. Hún segir hundinn hafa dregið dreng í kringum tíu ára aldur á eftir sér í bandi.

„Mér er alveg sama hversu mikill ljúflingur skepnan er, það er ekki óhætt að senda barn út með vígtennt dýr sem er jafnvel þyngra en það sjálft!“

Hún tekur fram að hið sama hefði gilt um svartan hund, hvað sem það á að þýða.

Töluvert magn athugasemda hefur safnast upp við færsluna. Gréta nokkur veltir því fyrir sér hvað tegund hundsins komi málinu við. Hún bendir á að börn eigi almennt ekki að fara ein út að ganga með hunda, óháð tegund þeirra, þar sem ýmsar aðstæður gætu skapast sem yrðu barninu ofviða.

Við því segir Linda meðal annars: „Ég held að fólk átti sig almennt á því hvers vegna ég tiltók tegundina sérstaklega.“

Annar aðili bendir á að það líti út fyrir að Linda sé að gagnrýna tiltekna hundategund umfram aðrar og leggur til að næst tali hún bara um „hund af stærri gerð“. Sú hin sama virðist staðfesta að um sé að ræða hund af tegundinni Husky þegar hún segir:

- Auglýsing -

„Yndislegasta tík sem ég hef átt var husky og ég hef átt þó nokkrar tegundir.“

Við þessum athugasemdum bregst Linda ókvæða við og fer að tala um kynþáttafordóma:

„Frábið mér hér með aðdróttanir um kynþáttafordóma! Þið sem eruð á þeim buxunum verðið að ranta ykkar á milli, án þátttöku minnar. Góðar stundir!“

- Auglýsing -

Linda heldur þó áfram:

„… og tegundin kom málinu við í þessu tilfelli vegna þess að ég tel mig eiga minni möguleika í átökum við stjórnlausan sleðahund en tannlausan tjúa!!“

Rakel spyr þá hvort Linda hefði tekið það fram ef hundurinn hefði verið Labrador. Því jánkar Linda:

„Já, ég er ekki með kynþáttafordóma. En hafi ég áhuga á upplýsingum um hvítan sleðahund er skilvirkara að nefna tegundina.“

Áfram halda svo rifrildi og æsingur sumra, en Sigurlaug slær botn í málið með eftirfarandi:

„Jesús minn hvað þetta er að verða leiðinleg síða ! Ef að fólk er ekki að auglýsa eftir týndum köttum þá virðist vera ritskoðun um hvað fólk setur hér inn !“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -