Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Listaháskólinn bíður upp á nýtt meistarnám: „Ég get varla lýst gleði minni“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í haust býður Listaháskólinn í fyrsta skipti upp á meistaranám í listum og velferð, þar sem horft er til hvernig listirnar geta nýst í skipulegu félagsstarfi af öllu tagi. Sérstaklega er horft til hópa sem oft eru jaðarsettir og hvernig þátttaka og aðgengi að listum getur tengt saman fólk og eflt einstaklinga.

Námslínan var þróuð í nánau samstarfi við fimm háskóla í Evrópu en listkennsludeild leiddi verkefnið sem stutt var af Erasmus+ áætluninni.

Mannlíf spurði Dr. Kristínu Valdóttur nánar út í hið nýja meistaranám en hún er forseti listkennsludeildar. „Við vitum öll hvað listir gera skólastarfi gott en það er unnið með fólki svo miklu, miklu víðar. Á dvalarheimilum, í félagsmiðstöðvum af öllu tagi, dagdvöl fyrir aldraða eða fólk sem býr við andlegar eða líkamlegar áskoranir. Á öllum þessum stöðum eiga listirnar heima og geta auðgað líf fólks rétt eins og út um allt samfélagið.“

Segir hún að Listaháskólinn hafi undirbúið námið í nokkurn tíma. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta um nokkurt skeið og nú í vetur vorum við með einskonar prufunámskeið og þar vorum við í samstarfi við Vin, athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Ég get varla lýst gleði minni yfir því hversu vel tókst til. Er það ekki síst að þakka dásamlegu viðtökum sem við fengum frá gestum og starfsmönnum Vinar. Þar sannaðist fyrir mér enn á ný, og núna með mjög kröftugum hætti, hvað samvera, samtal og listir af öllu tagi tengir manneskjur og eflir mennskuna í okkur öllum“

Hægt er að lesa nánar um námið hér en frestur til að sækja um það er til 15. maí.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -