Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Lítill fiskibátur í hættu staddur fyrir utan Keflavík – Stefndi vélarvana upp í berg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Laust fyrir klukkan níu í morgun barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá skipstjóra lítils fiskibáts.

Fram kemur á heimasíðu Landhelgisgæslunnar að báturinn hafi þá verið vélarvana rétt fyrir utan Keflavík og var við það að reka upp í bergið, norður af smábátahöfninni í Reykjanesbæ. Var einn um borð í bátnum. Þegar í stað var þyrlusveit Gæslunnar kölluð út á mesta forgangi en áhöfn þyrlunnar hafði verið að undirbúa æfingarflug og gat því brugðist fljótt við og hélt þegar af stað á vettvang.

Þá voru sjóbjörgunarsveitir á Suðurnesjum, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, einnig kallaðar út sem og lögreglan. Aukreitist var skipstjóri í nálægum báti beðinn um að fara á staðinn. Aðeins rúmum tuttu mínútum eftir að neyðarkallið barst, eða klukkan 9:30, voru björgunarsveitir komnar með bátinn í tog. Á meðan var þyrla Gæslunnar í viðbragðsstöðu á svæðinu ef á þyrfti að halda.

Héldu björgunarsveitir með bátinn í höfnina í Reykjanesbæ en samkvæmt Gæslunni var viðbragð allra sem að málinu komu, snöggt og fumlaust. Svo virðist sem enginn leki hafi komið að bátnum þrátt fyrir nudd utan í bergið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -