Þriðjudagur 5. desember, 2023
3.1 C
Reykjavik

Litla-Hrauni verður lokað: „Það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áætlanir eru uppi að Litla-Hrauni verði lokað.

Á blaðamannafundi fyrr í dag kynnti Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, áætlun um nýtt fangelsi sem byggt verður hliðina á Litla-Hrauni og verður Litla-Hrauni lokað, í núverandi mynd, þegar nýja fangelsið tekur til starfa. Hugsanlegt sé að það verði notað í eitthvað annað en fangavistunar. Þessi tíðindi gleðja Pál Winkel, fangelsismálastjóra.

„Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salerni. Þetta er bara gamalt,“ sagði Páll í samtali við Vísi um málið.

„Umhverfið hér er ömurlegt, aðstaðan er til skammar þannig að þetta er frábært fyrir alla sem hingað koma hvort sem það eru vistmenn eða starfsmenn.“

„Það er greipt inn í huga þjóðarinnar að það að „fara á Hraunið“ sé botn tilverunnar. Nú verður bara ekkert Hraun. Við erum að fara byggja nýtt og betra fangelsi og þá verður ekkert Litla-Hraun,“ sagði Páll að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -