Föstudagur 13. desember, 2024
-0.4 C
Reykjavik

„Litlu stóru mál“ Sönnu – Vill endurskoða styrki til stjórnmálasamtaka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf vildi vita meira um stór og mikilvæg málefni sem hafa ekki fengið mikið pláss í umræðunni hingað til og sendi tíu spurningar á alla formenn og leiðtoga þeirra flokka sem eru í framboði og mun Mannlíf birta svör allra þeirra sem svöruðu. Við nefnum þessi málefni „Litlu stóru málin“

Hér fyrir neðan má lesa svör Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins.

1. Vilt þú leyfa aukið frelsi í veðmálastarfsemi á Íslandi og af hverju?

Nei, mér finnst það eigi ekki að opna á frekari veðmálastarfsemi í ljósi þess sem við höfum heyrt um spilafíkn og slæmar afleiðingar spilafíknar. Ég spyr til baka: Frelsi fyrir hvern?

2. Hver er þín afstaða gagnvart réttindabaráttu trans fólks á Íslandi?

Ég er fylgjandi baráttunni, bakslagið er verulegt.

- Auglýsing -

3. Hvað finnst þér um að ríkið styrki listir og menningu?

Gott mál, við þurfum list og menningu til að næra sálina.

4. Ert þú fylgjandi því að Ísland verði gert að einu kjördæmi í Alþingiskosningum og af hverju?

- Auglýsing -

Ég vil jafnt vægi atkvæða óháð búsetu því ég tel það réttlátara.

5. Hversu mikilvæga telur þú kristni vera í íslensku samfélagi í dag?

Það fer eftir hverjum og einum, hvað fólk trúir á.

6. Hvað finnst þér um aðstöðu til íþróttaiðkunar á Íslandi?

Það þarf að bæta hana. Bæði hvað varðar aðbúnað þannig að mannvirki séu til staðar í nærumhverfinu og hvað varðar aðgengi, þannig að allir hópar samfélagsins geti tekið þátt.

7. Hvað finnst þér um fjárhagsstuðning ríkisins við stjórnmálasamtök?

Mér finnst það þurfa að endurskoða það, of háar upphæðir fara til stjórnmálasamtaka. Sósíalistar hafa nýtt þennan stuðning m.a. í að styðja við uppbyggingu fjölmiðils sem er í eigu hlustenda, áhorfenda og lesenda og þá hefur hluti farið í að efla hagsmunabaráttu þeirra hópa sem standa veikt fjárhagslega.

8. Hvað finnst þér um blóðmerahald?

Mér finnst það vera hryllingur.

9. Telur þú að þjóðin eigi að fá að kjósa um inngöngu í ESB og af hverju?

Ef það er ríkur vilji hjá þjóðinni til þess að kjósa þá finnst mér að það eigi að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér finnst mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðslur séu nýttar í málum er varða almannaheill. Ef að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram þá finnst mér mikilvægt að fræðsla fari fram fyrir kosninguna um mögulega kosti og galla.

10. Hver er þín afstaða til stjórnarskrá Íslands?

Við eigum nýja stjórnarskrá sem á að taka gildi. Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) samþykktu í atkvæðagreiðslunni að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Við eigum nýja stjórnarskrá sem á að taka gildi. Í framhaldinu er eðlilegt að umgangast hana sem lifandi samfélagssáttmála, sem getur tekið breytingu með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -