Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Logi Bergmann farinn í „frí“ – „Ég hef verið betri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Logi Berg­mann Eiðsson, ann­ar um­sjón­ar­manna Síðdeg­isþátt­ar­ins á K100, er farinn leyfi frá störfum sínum. Því lýsti hann yfir í útvarpþætti dagsins og sagðist hann „ætla í frí eft­ir þátt­inn í dag.“

Siggi Gunn­ars, hinn um­sjón­ar­maður þátt­ar­ins, spurði Loga hvernig hann hefði það: „Ég hef verið betri, en við ætl­um að gera hérna út­varpsþátt. Ég hendi ein­um þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjá­um bara til hvað ger­ist,“ sagði Logi.

Logi Bergmann er einn fimm manna sem Vítal­ía Lazareva hef­ur sakað um brot gegn sér.

Mál Vítalíu hefur vakið gríðarlega athygli eftir að Mannlíf birti frásagnir hennar af samfélagsmiðlun þar sem ofangreindir menn, ásamt líkamsræktarfrömuðnum Arnari Grant, voru sakaðir um kynferðislegt áreyti og misnotkun í hennar garð. Vítalía var í leynilegu ástarsambandi við Arnar sem að hennar sögn nánast falbauð hana vinum sínum. Hún lýsti ferð í sumarbústað þar sem hún og fjórir menn voru nakin í heitum potti og mörk hennar voru ekki virt.

Sjá einnig:

Þetta eru mennirnir sem Vítalía ásakar – Ari í leyfi vegna ásakana

- Auglýsing -

Þá sagði hún frá golfferð þar sem þekktur fjölmiðlamaður fékk leyfi ástmannsins til að misbjóða henni. Hún birti nöfn meintra gerenda og samskipti við þá á samfélagsmiðlum. Vítalía kom síðan fram í hlaðvarpsviðtali hjá Eddu Falak þar sem hún sagði frá málum í smáatriðum. Meðal annars lýsti hún því þegar ástmaður hennar, harðgiftur, bauð vini sínum, sem hafði komið óvænt að þeim í ástarleik, á hóteli í Borgarfirði, aðgang að henni.

Líkt og Mannlíf greindi frá í dag hafa allir mennirnir nú stigið til hliðar úr ábyrgðarstöðum sínum vegna ásakananna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -