Sunnudagur 10. nóvember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Lögmenn efast um að áfrýjun í máli Alberts muni breyta nokkru

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi og hefur dómurinn verið birtur á heimasíðu dómstóla.

Albert var í fyrra kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður í vor þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði konan þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.

Líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum var þinghald í málinu lokað en þann 3. júlí var Albert viðstaddur þingfestingu málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar Albert var kærður mátti hann ekki leika með landsliðinu en fékk síðan að spila nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli. Frá því að niðurfellingunni var snúið við hefur Albert aftur verið á bannlista KSÍ.

Albert hefur frá upphafi neitað sök í málinu og var að lokum sýknaður í gær.

Klúður hjá neyðarmóttöku

Lögmenn sem Mannlíf ræddi eru sammála um að þeir séu efins að það skili miklu að áfrýja dómnum þar sem um orð á móti orði mál sé að ræða og það sé mjög sjaldgæft að fólk sé dæmt fyrir glæpi á borð við nauðgun þegar slíkt á við. Þá sé sú staðreynd að konan sem kærði Albert hafi verið send af neyðarmóttöku fyrir þolendur og sagt að koma seinna og ekki nein líkamsskoðun hafi farið fram sé skandall en slíkt geti skipt höfuðmáli í málum af þessum toga. Þá nefndu þeir báðir að réttarkerfið á Íslandi, og í raun flestum ríkjum, sé einfaldlega byggt upp með þeim hætti að erfitt sé að sakfellingu í nauðgunarmálum.

- Auglýsing -

Þá telja þeir mikilvægt að minna á að þó Albert hafi verið sýknaður verði fólk að geta verið opið fyrir hver upplifun konunnar hafi verið í aðstæðunum.

Í yfirlýsingu sem Albert Guðmundsson gaf út eftir að niðurstaðan var ljós sagði hann undanfarið ári hafi verið erfitt og ekki auðvelt að eiga við það andlega en Albert og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, barnsmóðir Alberts, hættu saman í sumar eftir níu ára samband.

Það virðist þó ekki haft hafa mikil áhrif á Albert inn á vellinum en hann skoraði 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk. Albert spilar nú með ítalska liðinu Fiorentina á láni og hefur byrjað tímabilið vel.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -