Fimmtudagur 12. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Lögregla rannsakar óhugnanlegt mál þar sem maður var sleginn í höfuð með verkfæri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla var kölluð til í gærkvöldi til þess að vísa tveimur mönnum út úr bílageymslu en höfðu þeir komið sér þar fyrir í óþökk eiganda. Skömmu síðar hringdi starfsmaður verslunar á lögreglu og tilkynnti um þjófnað úr verslun. Lögregla fór á vettvang og afgreiddi málið á staðnum. Brotist var inn á leikskóla en engar frekari upplýsingar voru um málið í dagbók lögreglu.

Þá rannsakar lögregla líkamsárás sem átti sér stað í gærkvöldi. Líklegt þykir að maður hafi verið sleginn með verkfæri en óljóst er enn hvort viðkomandi hafi slasast alvarlega. Lögregla sinnti einnig reglubundnu umferðareftirliti og stöðvaði einn ökumann sem var án ökuréttinda. Annar ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhifum vímuefna. Að sögn lögreglu var nóttin heldur róleg og enginn gisti í fangageymslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -