Laugardagur 2. nóvember, 2024
3.3 C
Reykjavik

Lögreglan hvetur fólk til að taka myndir af þrjótum: „Þykjast vera að spyrja eftir einhverjum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýrri færslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er farið yfir ráð sem lögreglan mælir með í ljósi þess að mesta ferðahelgi ársins er að ganga í garð.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Áherslan í sumar hefur m.a. verið á eftirlit með hraðakstri, notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar, ferðavögnum/eftirvögnum og hættulegum framúrakstri. Það er ánægjulegt að sjaldnast hefur verið ástæða fyrir lögreglu til að kæra fyrir vanbúnað eftirvagna/ferðavagna, en í nokkrum tilvikum hefur ökumönnum verið bent á atriði sem þeir þurfa að laga, t.d. að framlengja hliðarspegla þegar ökutæki draga breiða eftirvagna. Því miður eru líka alltaf einhverjir sem leyfa sér að virða ekki reglur um hámarkshraða, auk þess að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur en ekki þarf að fjölyrða um þá hættu sem það skapar í umferðinni,“ segir meðal annars í færslunni á samfélagsmiðlinum Facebook.

Lögreglan nefnir líka að veðurspáin sé misgóð og hvetur fólk til að kynna sér veðurspánna fyrir þau svæði sem farið verður á og hvetur alla vegfarendur til að sýna þolinmæði.

„Jafnframt þessu verður haldið úti eftirliti í hverfum í umdæminu og því vill lögreglan ítreka að fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir (taki ljósmyndir ef slíkt er mögulegt) og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“

Hægt er að lesa alla færslu lögreglu hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -