Fimmtudagur 28. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Lögreglan kennir börnum um meirihluta umferðarslysa: „Svo eru þessir krakkar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Börn bera ábyrgð á meirihluta umferðarslysa segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri.

„Það sem er sláandi er að af þessum nítján eru tólf smáfarartækjaslys, það er reiðhjól, vespur og rafmagnsvespum. Í nánast öllum tilvikum eru þetta ungt fólk, krakkar,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri, í viðtali á Bylgjunni.

Árni vill meina að þetta sé vandamál sem muni stækka þegar skólinn byrjar aftur.

„Það er bara verið að keyra á reiðhjólamenn til dæmis á bílastæðum við verslanir. Svo eru þessir krakkar sem eru á rafhlaupahjólum og vespum, þetta er nýr veruleiki fyrir okkur sem erum í umferðinni. Þau eru að skjótast hingað og þangað og eru að lenda fyrir bílum. Nú er ágúst framundan og skólarnir að byrja, þá eykst þetta til muna. Við verðum að biðla til allra sem eru í umferðinni að taka tillit til þessa hóps.“

Árni sagði einnig að algengt væri að börnin færu oft mörg í einu á eitt ökutæki og noti ekki hjálm. Þá fari þau ekki eftir öðrum umferðarlögum.

„Þau keyra eftir göngustíg og þvera bara götu án þess að horfa til hægri eða vinstri. Það kemur auðvitað bíll og beint á þau. Þetta er bara allt of algengt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -