Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Lögreglan mætti vopnuð í búð: „Geislaði af honum harðneskjan og hann lét eins og ég væri ekki til“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Einn sallarvenjulegan morgun í síðustu viku var ég í vinnunni í Handverkshúsinu og inn kemur lögreglumaður í víkingarsveitarsamfesting. Hann hafði lagt bílnum sínum fyrir utan, risastórum sendibíl, svona sprinter frá ríkislögreglustjóra,“ svo ritar Gunnar Dan Wiium verslunarmaður í Handverkshúsinu og greinir frá því þegar lögreglumaður á vegum sérsveitarinnar mætti vopnaður í verslunina.

Gunnari Dan var mjög brugðið við komu lögreglumannsins sem reyndist vera í verslunarleiðangri í leit að álplötu, og áttar sig ekki á hvers vegna sérsveitarmaðurinn hafi þótt ástæða til að mæta vopnaður skammbyssu í verslunina:

„Hann var greinilega að vinna að einhverjum tæknimálum því honum vantaði bara eina álplötu í A4 stærð. Allt gott og blessað fyrir utan að maðurinn sem greinilega var ekki í útkalli á neinn hátt var vopnaður Glock skammbyssu eins og ekkert væri. Hann var ekki í neinu stunguvesti eða í neinum varnarbúnaði, bara í samfesting eins og hann væri að vinna í kústagerðinni nema að svo var hann með skotvopn í Handverkshúsinu, á mánudagsmorgni að versla sér eina álplötu og engin í búðinni nema við Valur og hann.“

Vangaveltur um viðkvæmni viðurkennir Gunnar að í besta falli þyki honum vopnaburður tiltekins sérsveitarmanns taktleysi. Hann ávarpaði lögreglumanninn og spurði hvort þetta væri viðtekin venja:
„Ég veit ekki ekki alveg, kannski er ég bara lítil orkidía en mér finnst þetta svo fokking taktlaust og spurði ég hann hvort honum fyndist bara eðlilegt að mæta til okkar í fullum skrúða. Það geislaði af honum harðneskjan og hann lét eins og ég væri ekki til á gólfinu, svaraði engu og leitaði á náðir vinnufélaga míns sem afgreiddi hann af einni saklausri álplötu.“

Gunnar bendir á í færslunni að í bifreiðum sérsveitarinnar séu læst hólf sem honum þætti nærtækast að geyma skammbyssuna og önnur vopn sem hann hefur ekki hug á að sjá í verslun á mánudagsmorgni:
„Nema að þeir séu mögulega að taka þátt í að leysa gíslatöku eða díla við vopnað rán. Við höfum engan byssukúltúr hér á Íslandi og þessi kúrekahegðun er fyrir mínum bæjardyrum séð bara neikvæð, grimm og kjánaleg.
Svo elsku löggi, ég geri ráð fyrir vinveittum heimi svo plís skildu bara gönnið þitt eftir út í bíl næst, við Valur viljum ekki vopnaða menn inn í búðina nema að rík ástæða sé til!“

Mannlíf leitaði viðbragða hjá Gunnari Herði Garðarssyni samskiptastjóra hjá Ríkislögreglustjóra sem segir vopnaburð sérsveitarmannins eðlilegan.
„Sérsveitarmenn á vakt eru alltaf vopnaðir. Það er því ekki útilokað að almenningur geti orðið var við vopnaða sérsveitarmenn í eigin erindagjörðum, til að mynda í verslun, þegar þeir eru að fara af vakt til dæmis eins og aðrir lögreglumenn.“

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá færslu Gunnars Dans í heild:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -