Laugardagur 30. september, 2023
8.1 C
Reykjavik

Lögreglan rannsakar grunsamlega bruna í bílum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eitt og annað gekk á í gærkvöldi og í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu en umferðalagabrot voru helst í brennidepli.

Lögreglan frá Lögreglustöð 1 sem þjónustar Austurbæinn, Miðbæinn, Vesturbæ og Seltjarnarnesið, stöðvaði ökumann sem keyrði á 64 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km/klst. Var hann fluttur á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði.

Ökumaður sem lék sér að því að missa veggrip var sektaður fyrir athæfið. Þá varð umferðaróhapp í Laugardalnum þar sem bifreið var ekið aftan á aðra. Reyndist tjónvaldurinn stútungsfullur og var hann því handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Hann gisti í fangaklefa og það sama gildir um farþega í bílnum sem neitaði að gefa upp nafn og kennitölu.

Umferðaóhapp varð er bifreið og reiðhjólamaður skullu saman. Var reiðhjólamaðurinn fluttur og á bráðamóttöku með minniháttar meiðsli. Var hann talsvert ölvaður og verður hann kærður fyrir að hafa reynt að stjórna reiðhjóli undir áhrifum áfengis.

Lögreglan sem þjónustar Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes handtók ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Reyndist hann einnig aka án gildra ökuréttinda. Þá var tilkynnt um eld í ökutæki í iðnaðarhverfi. Stuttu síðar var aftur tilkynnt um bruna í ökutæki skammt frá. Málið er í rannsókn.

Lögreglan sem annast Kópavog og Breiðholt hafði afskipti af ökumenn sem voru í röð við bílalúgu á veitingastað. Hafði annar þeirra ekið aftan á bílinn sem var fyrir framan hann í röðinni.

Tilkynning barst lögreglu sem starfar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbænum, vegna elds í rafmagnstöflu í fjölbýli. Tilkynnt var um ljósan reyk og hafði rafmagn í húsnæðinu slegið út. Um var að ræða minniháttar tjón. Þá varð umferðaróhapp þar sem bifreið var ekið á umferðarljós og ljósastaur. Talið er að ökumaðurinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæðu og runnið til á blautu malbikinu. Minniháttar meiðsl varð á ökumanninum.

- Auglýsing -

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð eftir að farþegi neitaði að borga fyrir far. Var farþeginn rokfullur og erfiður í samskiptum eftir því. Á hann von á að vera kærður fyrir fjársvik.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -