Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Lögreglan staðfesti að engin kæra hafi borist á hendur Sóloni: „Þetta gæti ekki verið skýrara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögfræðingur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfesti átta dögum eftir andlát Sólons Guðmundssonar að engin kæra eða kvörtun hefði borist embættinu vegna meintra brota Sólons gegn samstarfskonum hans.

Vísir segir frá því í dag að fimm konur sem starfa eða hafa starfað hjá Icelandair segjast hafa verið beittar ofbeldi af hálfu Sólonar Guðmundssonar, samstarfsmanns þeirra hjá félaginu. Þar kemur fram að ein þeirra hafi lagt fram kæru á hendur honum fyrir nauðgun. Hefur Vísir þetta eftir yfirlýsingu Vilhjálms Vilhjálmssonar lögmanns sem gætir hagsmuna kvennanna. Í yfirlýsingunni segir að ofbeldið hafi ýmist verið andlegt eða líkamlegt, eða hvoru tveggja og megi meðal annars setja undir atkvæði almennra hegningarlaga um nauðgun. Taka skal fram að nafn Sólons er ekki nefnt í yfirlýsingunni, heldur talað um samstarfsmann kvennanna. Ein þeirra lagði fram kæru á hendur Sóloni fyrr nauðgun, samkvæmt yfirlýsingu Vilhjálms en nauðgunin er sögð hafa verið framin í lok júlí á þessu ári. Brotaþoli hafi í kjölfarið leitað til sálfræðings sem hafi sent hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Icelandair hafi síðan verið upplýst um hið meinta brot um miðjan ágúst og stuttu síðar hafi hún lagt fram kæru hjá lögreglu.

Þann 2. september fékk fjölskyldumeðlimur Sólons staðfestingu frá Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur, lögfræðingi stjórnsýsludeildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að engin kæra né kvörtun á hendur Sóloni hafi borist embættinu en átta dögum áður hafði Sólon framið sjálfsvíg en hann hafði verið neyddur til að láta af störfum hjá Icelandair stuttu áður að sögn fjölskyldu hans. Hún krefst þess að andlát hans verði rannsakað.

Í tölvupóstinum er það tekið skýrt fram að Sólon hafi ekki verið eða sé til rannsóknar vegna sakamáls sem hann var aðili að. „Það hefur ekki borist nein kæra eða kvörtun á hendur Sóloni til lögreglu.“

Skjáskot af tölvupóstinum.

„Þetta gæti ekki verið skýrara,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir talsmaður fjölskyldu Sólons í samtali við Mannlíf, aðspurð um staðfestingu lögfræðings lögreglunnar.

Ekki náðist í Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur við gerð fréttarinnar.

- Auglýsing -

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -