Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Lögreglan varar fólk við að kaupa klippikort frá Löður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bendir fólki á að kaupa ekki klippikort í bílaþvottastöðina Löður í Reykjavík af neinum öðrum aðila en af starfsfólki Löður á þvottastöðvum fyrirtækisins.

„Ekki kaupa köttinn í sekknum,“ segir í Facebook-færslu LRH. En í aðdraganda jóla var brotist inn í bílaþvottastöðina Löður við Fiskilóð í Reykjavík. Þjófurinn hafði á brott með sér verðmætaskáp sem í var lausafé en auk þess var nokkur fjöldi af 12 skipta klippikortum.

Lögreglan vill koma því á framfæri að klippikortin eru númeruð og hafa starfsmenn Löðurs yfirsýn yfir seld kort og óseld kort. Ef fólk vill ekki kaupa köttinn í sekknum er fólki bent á að versla aðeins slíkt kort beint af starfsfólki Löðurs. Öll kort á válistanum hafa verið gerð ógild.

Ef einhver kann að hafa upplýsingar um innbrotið eða verið boðin þvottakort frá Löðri til kaups, er viðkomandi beðinn um að senda lögreglu upplýsingar í netfangið [email protected] eða einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -