Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Loksins réttargæslumaður í máli Dönu: „Fjölskyldunni hafði áður verið synjað um réttargæslumann“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í gær var tilnefndur réttargæslumaður í máli Dönu Jóhannsdóttur en hún er ein níumenninganna sem létust í umsjón dr. Skúla Tómasar Gunnlaugssonar á HSS.

Skúli Tómas Gunnlaugsson hefur stöðu grunaðs í málinu.

Sjá einnig: Meint fórnarlömb Dr. Skúla orðin 14 talsins – Málin rannsökuð sem manndráp

Eva Hauksdóttir, dóttir Dönu Jóhannsdóttur skrifaði færslu á Instagram-reikningi sínum í gær þar sem hún birti mynd af móður sinni, sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð að því er virðist að ósekju en lögreglan rannsakar nú þátt dr. Skúla í málinu sem og tveggja annarra heilbrigðisstarfsmanna. Við myndina skrifaði Eva texta þar sem hún fagnar því að búið sé að tilnefna réttargæslumann í máli móður hennar en fjölskyldunni hafði verið synjað um það áður.

„Í dag varð sá ánægjulegi atburður að tilnefndur var réttargæslumaður í máli Dönu Jóhannsdóttur (HSS málið). Fjölskyldunni hafði áður verið synjað um réttargæslumann en með nýjum lögum sem tóku gildi þann 15. júní var staða brotaþola bætt og á þeim grundvelli náði þessi krafa loksins fram að ganga. Fyrir fjölskylduna merkir þetta að lögreglan getur ekki lengur látið eins og aðstandendum komi málið ekki við.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -