Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Lúxusbílakaup Íslandsbanka: „Þetta er bókhaldslegur feluleikur til að hækka ekki launin beint“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fram kom í svari samskiptaafulltrúa Íslandsbanka í frétt Mannlíf um daginn, að kaup á lúxusbifreiðum til handa stjórnendum bankans, séu dregin frá mánaðarlaunum þeirra. Þegar frekar er rýnt í málið sést að aðeins er um skattskyldar greiðslur að ræða.

Sjá einnig: Keyptu lúxusjeppa fyrir 15 milljónir – Leyndarhjúpur um bílakaup fyrir toppa Íslandsbanka

Líkt og Mannlíf sagði frá um daginn voru sjö lúxusbifreiðar keyptar nýlega handa stjórnendum Íslandsbanka en frekari upplýsingarnar um kaupin voru af skornum skammti hjá bankanum.

Edda Hermannsdóttir, samskiptafulltrúi Íslandsbanka sagði í samtali við Mannlíf að ellefu æðstu stjórnendur bankans hefðu fengið svokölluð bílahlunnindi en að sjö þeirra hefðu endurnýjað bíla á síðustu mánuðum vegna stefnubreytingu bankans þegar kemur að sjálfbærni. Fullyrti Edda að bílahlunnindin væru svo dregin af föstum mánaðarlaunum hjá öllum nema bankastjóra. Þegar Mannlíf bað um nánari útlistanir á þessu benti hún á Skattinn.

Og það gerði Mannlíf. Samkvæmt Skattinum er borgaður skattur upp á 165 þúsund krónur á mánuði af 15. milljón króna bifreið en það er tala sem að minnsta kosti fimm bifreiðar kostuðu sem keyptar voru handa stjórnendum Íslandsbanka. Þannig að ekki er um annað að ræða en lögskyldar skattgreiðslur en ekki frádráttur vegna bílahlunnenda.

Er Mannlíf leitaði viðbragað frá Ástu Þórdís Skjalddal samhæfingastjóri PEPP, samtaka fólks í fátækt sagði hún „Ég var að tala við hreyfihamlaða konu í 60 fm íbúð um hækkun á húsaleigu yfir 300 þúsund rétt í þessu og beint yfir þetta – þetta er bókhaldslegur feluleikur til að hækka ekki launin beint. Ég lít á þetta þannig að í raun er verið að hækka laun viðkomandi. Það er þannig núna að fyrirtæki vilja ekki komast í sviðsljósin vegna þess að það var að hækka launin. Þetta er bara leið til að hækka laun þessara starfsmanna.“

- Auglýsing -

Ásta segir einnig að um ákveðin hvítþvott sé að ræða þegar það kemur að sjálfum bílunum. „Þetta eru dýrir bílar og þarna er ákveðinn hvítþvottur líka að eiga sér stað því að vissulega viljum við öll vera umhverfisvænni en að nota það að við viljum vera umhverfsivænni til þess að fela ákveðna launahækkun og sporslu, það er náttúrulega ekkert annað en hvítþvottur.“ Bætti hún við: „Hverjir eru það í samfélaginu sem hafa efni á að kaupa þessa bíla? Það er efri millistéttin og þeir sem eru þar fyrir ofan. Og svona háttsettir bankastarfsmenn hafa alveg efni á að kaupa sér þessa bíla sjálfir. Þannig frá mínum sjónarhóli þá er einhvern veginn alltaf verið að hagræða hlutunum þannig að hinir fátækari verði alltaf fátækari og þeir sem mest hafa, fái meira.“

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hnaut að orðunum um bankastjórann er Mannlíf spurði hana út í fréttina: „ Það kemur fram í fréttinnni hjá ykkur að bílahlunnindin dragist af föstum mánaðarlaunum, nema hjá bankastjórunum. Það ríkir mikil verðbólga, á meðan að bankar græða á tá og fingri og laun bankastjóra eru mjög há og því ætti bankastjóri ekki að þurfa að fá niðurgreiddan bíl. Þetta dregur fram stéttaskiptinguna í þessu landi, þar sem sumir fá hlunnindi og allskyns bónusa á meðan að almenningur þarf að greiða síhækkandi gjöld, meðal annars í bönkunum og getur ekki dreymt um að fjárfesta í bíl.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -