Fimmtudagur 8. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Lyfin sem drepa unga fólkið: Hvað eru ópíóíðar?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ópíóíðar er flokkur sterkra verkjalyfja. Lyfin eru notuð ýmist við meðalslæmum eða miklum verkjum, oftast eru þau notuð í töfluformi, en eru einnig fáanleg í formi plásturs og mixtúru. Ópíóíðar eru gríðarlega ávanabindandi og því mælt gegn notkun þeirra til lengri tíma. Virkni þeirra er ekki einungis verkjastillandi, heldur verður gríðarleg losun dópamíns í heila við notkun ópíóíða. Dópamín er það hormón sem veldur gleði og vellíðan, náttúruleg losun á því verður við ýmsar aðstæður í daglegu lífi. Tónlist, kynlíf, hreyfing og sólskin eru dæmi um aðstæður þar sem aukning verður á framleiðslu dópamíns, ópíóíðar losa þó töluvert meira magn hormónsins en það sem er heilanum eðlilegt. Talið er að þetta sé stór þáttur í ávanabindandi áhrifum lyfjanna, neytandinn verður háður þessari gríðarlegu vellíðan.

Hægt er að nálgast nær öll ávanabindandi lyf í undirheimum Íslands. Ef lyfin valda einhverri tegund vímu þá eru þau seld, hvort sem það eru ópíóíðar, róandi lyf, svefnlyf eða örvandi lyf. Í flokki ópíóíða eru lyfin OxyContin, Fentanyl og morfín mest notuð á meðal fíkla. Segja mætti að OxyContin sé það lyf sem er „í tísku“ en mikil aukning hefur verið á misnotkun þess síðustu ár.

Greinina má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -