- Auglýsing -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hinum 11 ára Víkingi Helga Stefánssyni, að beiðni barnaverndaryfirvalda.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á Facebook, að Víkingur sé rúmlega 150 sentimetrar á hæð, skolhærður og með gráblá augu.
Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir drengsins, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 112, eða með tölvupósti á netfangið [email protected]