2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

„Maður þarf að eltast við drauma sína sjálfur“

Svala Björgvins var alin upp við tónlist frá blautu barnsbeini og tónlistin togaði hana til sín strax í menntaskóla. Fram undan er EP-plata með íslenskum lögum byggðum á persónulegri reynslu síðustu ára.

Í viðtali við Mannlíf ræðir Svala tónlistarferilinn, æskuárin og fjölskylduna, skilnaðinn, bílslysið sem breytti sýn hennar á lífið, ástina sem fann hana,

„Fólk er alls konar, lífið er alls konar og það er líka erfitt. Það er ekkert til að skammast sín fyrir og gerir mann ekki að minni manneskju, við erum öll mannleg og enginn á fullkomið líf.“
Mynd / Unnur Magna

Aðspurð um hvort hún eigi sér fyrirmyndir í lífinu þá nefnir Svala móður sína og ömmur, Siggu og Svölu, sem hún segist hafa verið náin alla tíð, en Sigga föðurmamma hennar, lést í vetur.

AUGLÝSING


Sjá einnig: Svala varð ástfangin á núll einni: „Gauti er stórkostleg manneskja og við erum rosalega ástfangin“

„Pabbi er svo klárlega fyrirmynd mín þegar kemur að tónlistinni. Hann er mikill fagmaður og gerir allt 100 prósent og ætlast til að þeir sem hann vinnur með séu það líka. Ég hef lært það af honum að gera alltaf mitt besta. Það kemur ekkert upp í hendurnar á manni. Það þarf að vinna fyrir hlutunum og vinna mikið að því að sá þessum fræjum þá kemur uppskeran. Maður þarf að eltast við drauma sína sjálfur.“

Svala segist vera mikill vinur foreldra sinna og bræðra, sérstaklega Krumma bróður síns, enda bara tvö ár á milli þeirra. Sigurður hálfbróðir hennar er einnig náinn vinur hennar og gott samband á milli þeirra.

„Hann kom oft til okkar sem krakki og miklu meira eftir að hann varð unglingur. Hann og pabbi eru mjög nánir og eiga gott samband, hann er rosalega líkur pabba og syngur alveg eins, er með sömu rödd,“ segir Svala og kveðst þakklát fyrir að hafa verið alin upp við traust og vináttu, þar sem öll mál voru uppi á borðum og rædd.

Sjá einnig: „Platan er í raun og veru bara dagbókin mín en allir geta fundið sig í lögunum“

Svala prýðir forsíðu Mannlífs. Mynd / Unnur Magna

Lestu viðtalið við Svölu í Mannlífi.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum