Þriðjudagur 6. júní, 2023
7.8 C
Reykjavik

Magnús lýsir deginum í Barðavogi: „Hann reynir að taka í lappirnar en ég sparka í andlitið á honum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Líkt og fram hefur komið í fréttum í dag var aðalmeðferð í svokallaða Barðavogsmálinu tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar var skýrla tekin af Magnús Aron Magnússon, sem ákærður er fyrir að valda dauða Gylfa Begmanns Heimissonar í júní í fyrra. Einnig var rætt við vitni í málinu sem og lögregluna sem kom að því.

Dómarar í málinu báðu Magnús að lýsa atvikum þennan dag.

Magnús: „Þennan dag í kringum sjö var ég að horfa á sjónvarpið ef ég man rétt en svo heyri ég boom boom boom og er forvitinn og opna aðeins hurðina. Gylfi er þarna, stendur þarna. Hann sagði „Nú þurfum við að ræða saman.“ Ég ýti honum út en honum líkar illa við það. Svo skalla ég hann og skalla hann aftur. Hann reynir að taka í lappirnar en ég sparka bara í andlitið á honum í stigapallinum. Hann slær í loftið en hittir ekki þannig að ég reyni að slá en hitti ekki en sparka svo í magann á honum. Hann tekur þá í hægri löppina en ég held honum bara niðri. Svo opna ég hurðina og svo förum við báðir niður stigann og höldum áfram niðri. Mikið agressivt í gangi, mikil spenna, kýli hann í andlitið og mér skilst að ég hafi kjálkabrotið hann þá. Rota hann.“

Magnús segist svo hafa farið upp til að klæða sig í bol en hann hafði farið úr að ofan í átökunum því hann segir Gylfa hafa togað mikið í föt hans. Eftir það hringdi hann á neyðarlínuna.

Verjandinn spurði Magnús hvernig hann hefði opnað hurðina þegar Gylfi bankaði á dyrnar. Sagðist Magnús hafa opnað hurðina smá. Hann hafi vitað hver Gylfi var en ekki haft samskipti við hann áður. Þegar Magnús er spurður nánar út í upphaf átakanna segist hann hafa stigið út úr íbúð sinni og það hafi laggst illa í Gylfa. Gylfi hafi kýlt hann fjórum sinnum í andlitið. Hann hafi svo „hróflað“ honum niður á næsta stigagang þar sem átökin hafi haldið áfram. Á einhverjum tímapunkti hafi Magnús gefið Gylfa hnéspark í andlitið og ýtt honum niður. Þegar Gylfi hafi svo gripið í báðar ermarnar á Magnúsi hafi hann farið úr að ofan en síðan hafi hann „neyðst til að sparka í magann á honum.“

Þegar þeir hafi svo verið komnir út úr raðhúsinu og út á stétt hafi Gylfi stigið í átt að Magnúsi sem hafi þá kýlt hann í andlitið og rotað hann. Neitaði Gylfi að svara hvort hann hefði gert eitthvað við Gylfa eftir að hann rotaðist en síðar í réttarhöldunum sagðist hann ekki hafa gert honum neitt eftir það.

- Auglýsing -

Þegar verjandinn spurði Magnús hvernig honum hafi liðið þennan dag svaraði hann: „Ég var illa sofinn og mjög þreyttur. Ég myndi segja að ég hafi ekki verið best settur til að eiga við eitthvað svona, á þeim tímapunkti. Bara búinn að sofa í svona fjóra tíma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -