Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

„Man ekki til þess að karlkynsleikstjóri hafi þurft að útskýra að hann hafi ekkert á móti konum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stjórnmálakonan Líf Magneudóttir tjáir sig um kvikmyndina Abbbababb, sem er eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur:

„Að mörgu leyti myndi ég segja að Abbbababb sé femínísk mynd.“

Líf birtir skrif sín á samfélagsmiðlinum Facebook, og vísar í grein á RÚV, þar sem rætt er við Nönnu um myndina; Líf er þó pínu hugsi yfir fyrirsögninni greinarinnar á RÚV – sem er svona:

Ég hef ekkert á móti karlmönnum.

Líf segir:

„Þess vegna finnst mér þessi fyrirsögn smá fyndin og reyndar viðbúin því konur í kvikmyndabransanum (og mörgum öðrum listgreinum) þurfa oft að útskýra það ef konur eru í meirihluta í verkum þeirra eða ef þær gera breytingar á handritum eða leikgerð sem taka mið af raunveruleika og/eða tilfinningalífi kvennna.

- Auglýsing -

Og líka ef þær leiðrétta hlut kvenna og fjölga eða breyta hlutverkum jafnvel þekktra leikverka.“

Og Líf er ánægð með það:

„Sjálfri finnst mér það sjálfsagt og útkoman oft velheppnuð. Það er meira skrifað fyrir karlkyns hlutverk heldur en kvenkyns og við þurfum ekkert að sætta okkur við það í dag.“

- Auglýsing -

Hún bendir á að „nú hafa fjölmargar kvikmyndir verið gerðar á Íslandi um tilvistarkreppu karla þar sem kvenhlutverkin eru fá. Ekki man ég hins vegar til þess að karlkynsleikstjóri hafi þurft að útskýra af hverju eða halda því til haga að hann hafi ekkert á móti konum. Og líklega fengi hann sjaldan slíka spurningu.“

Líf segir að þótt hlutirnir í jafnréttismálum hafi breyst til batnaðar þá „eigum við enn langt í land í svo mörgu – en þessi kvikmyndafrumraun Nönnu Kristínar í fullri lengd vekur með mér bjartsýni um að við erum algerlega á réttri leið.

Hugrekki og þor leikstjórans og allra sem komu að myndinni er aðdáunarvert – og svo segi ég nú bara: Drífið ykkur öll í bíó á Abbababb!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -