Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Mannlaus brenna í Herjólfsdal – sjáumst að ári segir bæjarstjóri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Vestmannaeyjum er engin þjóðhátíð í ár en það var samt haldin brenna í Herjólfsdal í gærkvöldi. Íbúar voru beðnir um að njóta hennar úr fjarska og var því lokað fyrir umferð um dalinn og gæsla við golfvöllinn. Bæjarstjórinn segir árið í ár vera örðuvísi en það verði samt gaman.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það skrítna upplifun að Þjóðhátíðin hafi fallið niður í ár og leggur áherslu á ljúfa samveru með fjölskyldu og vinum. „Í ár eru 146 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Því er það mjög sérstök tilfinning að henni hafi verið aflýst í ár, en það gerðist síðast þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Þetta er sem sagt í fyrsta sinn í 105 ár sem Þjóðhátíð fellur niður; og í fyrsta og vonandi síðasta skiptið sem það gerist í tíð okkar sem nú lifum,“ segir Íris.

Íris Róbertsdóttir

„Þetta sumar er og verður ólíkt öllum öðrum sumrum sem við höfum þekkt. Í þessari viku getum við látið okkur hlakka til næstu Þjóðhátíðar og næsta sumars sem þá verður orðin aftur sá gleðitími sem Vestmannaeyingar og landsmenn allir hlakka til og njóta. Þangað til getum við yljað okkur við minningar frá fyrri hátíðum. Við höldum okkar útgáfu af Þjóðhátíð þótt sú hefðbundna falli niður að þessu sinni. Eigið góða Þjóðhátíðarhelgi; þetta verður allt öðruvísi í ár en það verður samt gaman!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -