Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Mannlíf: Metoo ársins 2021 – TÍMALÍNA

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf sagði fyrst allra fjölmiðla frá hvort heldur meintum sem viðurkenndum kynferðisbrotum landsliðsmannanna Arons Einars Gunnarssonar, Eggerts Gunnþórs Jónssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Mannlíf greindi einnig fyrst frá meintri ofbeldishegðun Ragnars Sigurðssonar landsliðsmanns. Þá kom Mannlíf af stað þeirri Metoo-bylgju sem enn er í gangi eftir að hafa opnað á meint brot Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns og Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð.

Gulldrengur fallinn af stalli

Gylfi hefur verið einn af fremstu fótboltamönnum Íslands um árabil og sannkölluð þjóðhetja. Mannlíf fór yfir glæsilegan feril Gylfa nú í sumar. Það kom eins og blaut tuska framan í íslensku þjóðina að Gylfi hefði verið handtekinn grunaður um áðurnefnt brot. Þetta eru einhverjar óvæntustu fréttir sem landsmenn hafa fengið í langan tíma.

Gylfa er gefið að sök að hafa brotið gegn stúlku undir lögaldri, líkt og Mannlíf greindi fyrst fjölmiðla frá. Gulldrengurinn Gylfi er því fallinn af stalli sem konungur íslenskra knattspyrnumanna, en máli hans er þó alls ekki lokið. Hann liggur undir grun, en hefur ekki verið dæmdur. Flestir vona að mál hans sé reist á misskilningi og hann snúi aftur.

Gylfi hefur ekki verið sakfelldur fyrir eitt né neitt og hið sama má segja um aðra landsliðsmenn í fótbolta. Fólki er brugðið; enginn átti von á neinu slíku í tengslum við alla ofangreinda landsliðsmenn.

Gylfi segist vera saklaus og á hann skýlausan rétt á því að verða ekki dæmdur fyrirfram af einum né neinum. Hið sama má segja um aðra leikmenn íslenska landsliðsins.

- Auglýsing -
Fleiri í vanda
Aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Eiður Smári Guðjohnsen náðist á myndbandsupptöku í miðbæ Reykjavíkur í annarlegu ástandi og var í kjölfarið sendur í tímabundið leyfi frá störfum, síðastliðinn júní. Áður mætti hann líka undir áhrifum áfengis í útsendingu Símans sem sérfræðingur um knattspyrnu.
Þá hefur Mannlíf fjallað ítarlega um kynferðisbrot og iðrun Kolbeins Sigþórssonar og meinta ofbeldishegðun Ragnars Sigurðssonar. Mannlíf opnaði líka á meinta nauðgun Arons Einars og Eggerts Gunnþórs með því að birta frásögn fórnarlambsins.
Ekki má gleyma því …
… að Mannlíf kom Metoo #2-bylgjunni af stað með því að galopna á mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar. Í kjölfarið var Mannlíf leiðandi í umfjöllun um tónlistarmennina Ingólf Þórarinsson og Auðun Lúthersson, sem er betur þekktur sem Auður.

 

Tímalína frétta Mannlífs – Stiklað á stóru: 

Maí

- Auglýsing -

1. maí – Mannlíf opnar nýja metoo-bylgju með umfjöllun um eina af forystukonum Öfga-hópsins sem hafði fengið nóg af þöggun samfélagsins gagnvart kynferðisbrotum þekktra manna. Umfjöllunin opnaði á meint brot Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns.

Ólöf segir þjóðþekktan mann hafa lamið vændiskonu: „Ég þurfti að slá stjörnurykið úr augunum“

3. maí – Eftir umfjöllun Mannlífs steig Sölvi fram og lýsti yfir sakleysi sínu.

Sölvi Tryggvason sver af sér ofbeldisverk: „Ég óska eng­um að lenda í þeirri hakka­vél“

5. maí – Mannlíf sagði frá því að tvær konur hefðu lagt fram kæru til lögreglu vegna meints ofbeldis Sölva. Lýsingar kvennanna komu hér fram:

Yfirlýsing kvennanna í heild sinni: „Sölvi rauk þá upp og hrinti mér í gólfið“

Júní

13. júní – Auðunn Lúthersson tónlistarmaður, betur þekktur sem Auður, sætti útilokun í samfélaginu eftir alvarlegar ásakanir á samfélagsmiðlum um kynferðisbrot.

Auður bannfærður: Trúbador með þrjár kærur fyrir kynferðisbrot leikur lausum hala

Júlí

2. júlí – Mannlíf greinir frá þeirri bylgju samfélagsmiðlanna eftir að ljóst var að ráða átti Ingó Veðurguð sem aðalnúmerið á Þjóðhátíð. Tuttugu konur stigu fram og lýstu kynferðisofbeldi af hálfu hans.

„Ég er bara hissa að Þjóðhátíð hafi ekki grátbeðið Auði að vera með svona for the cherry on top“

5. júlí – Mannlíf tekur einkaviðtal við Ingó Veðurguð sem segist staðráðinn í að koma í veg fyrir að mannorð hans verði ekki eyðilagt.

Ingó Veðurguð í viðtali við Mannlíf: „Ég ætla ekki að láta eyðileggja mannorð mitt“

19. júlí – Mannlíf segir fyrst allra fjölmiðla frá sögusögnum á samfélagsmiðlum þess efnis að Gylfi Þór hafi verið handtekinn vegna grunsemda um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Slúðrað um Gylfa á samfélagsmiðlum

19. júlí – Mannlíf greinir frá brottvikningu Gylfa úr Everton þar sem enska úrvalsdeildarfélagið sendi frá sér tilkynningu.

Lið Gylfa sendir staðfestingu – Everton staðfestir brottrekstur leikmanns félagsins

20. júlí – Mannlíf greinir frá því að Gylfi sé umvafinn fjölskyldu og lögmönnum á Englandi. Á sama tíma greinir Mannlíf frá því að Alexandra Helga, eiginkona Gylfa, sé komin til Íslands.

Fjölskylda og lögmenn umvefja Gylfa

21. júlí – Mannlíf greinir frá því að Gylfi Þór sé gætt allan sólarhringinn vegna málsins. Þá greindu heimildarmenn frá því að Alexandra væri flutt út af heimili þeirra á Englandi.

Alexandra flutt út – Gylfi Þór vaktaður allan sólarhringinn

22. júlí – Mannlíf greinir frá frásögn meints þolanda landsliðsmannanna Arons Einars og Eggerts Gunnþórs. Þá treysti fórnarlambið sér ekki til að nafngreina þá né koma fram undir nafni.

Segir tvo þjóðþekkta Íslendinga hafa nauðgað sér ítrekað: „Ég skila skömminni, FOKKIÐ YKKUR “

Ágúst

12. ágúst – Mannlíf slær á sögusagnir þess efnis að Gylfi Þór og Alexandra væru að skilja en sögur um slíkt voru á sveimi. Tengdafaðir Gylfa útilokaði hjónaskilnaðinn í samtali við Mannlíf.

Tengdafaðir Gylfa Þórs knattspyrnukappa: „Þau eru ekki að skilja“

25. ágúst – Mannlíf greinir frá því að allt logi á samfélagsmiðlum eftir drottningarviðtal Akureyri.net við Aron Einar landsliðsfyrirliða.

Akureyri.net fordæmt fyrir viðtal við Aron Einar landsliðsfyrirliða – Facebook-síðan logar

26. ágúst – Mannlíf sagði fyrst allra frá meintri ofbeldishegðun Ragnars Sigurðssonar, fyrrverandi landliðsmanns í fótbolta. Kvartað var til KSÍ sem aðhafðist ekkert.

Landsliðið í stormi samfélagsmiðla – Ásakanir um kynferðisbrot og heimilisofbeldi

28. ágúst – Mannlíf sagði fyrst frá því að landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson hefði brotið af sér kynferðislega og samið um bætur eftir iðrun.

Kolbeinn Sigþórsson iðraðist og greiddi bætur eftir kynferðisofbeldi – Guðni þaggaði málið niður

29. ágúst – Mannlíf greindi frá því að Kolbeinn hefði ekki verið valinn í landsliðið eftir að kynferðisbrot hans komust í hámæli eftir umfjöllun Mannlífs.

Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson ekki í hópnum

September

1. september – Kolbeinn steig loksins fram. Mannlíf birti yfirlýsingu fótboltamannsins þar sem hann iðraðist opinberlega hegðunar sinnar.

Kolbeinn Sigþórsson: „Ég harma mína hegðun“

16. september – Mannlíf fór yfir frásögn fórnarlambs Kolbeins sem lýsti hegðun landsliðsmannsins:

„Ég barði á hurðina og ég man að það fyrsta sem ég sagði“: „Kolbeinn Sigþórsson er að drepa mig“

30. september – Mannlíf birtir yfirlýsingu Arons Einars þar sem hann lýsir fullkomlega yfir sakleysi sínu af meintum kynferðisbrotum.

Aron segist fórnarlamb en ekki gerandi: „Settur saklaus til hliðar í nýrri útilokunarmenningu KSÍ“

Október

1. október – Mannlíf varpar ljósi á hvað Aroni Einari er gefið að sök. Hræðilegar lýsingar á kvöldinu í Kaupmannahöfn.

Þetta er það sem Aron fyrirliði er sakaður um – Lestu hræðilegar lýsingar meints þolanda

2. október – Mannlíf greindi frá því að Gylfi hefði verið leystur úr varðhaldi lögreglunnar en hann greiddi tryggingu til að losna.

Laus gegn tryggingu til 16. október, hvað svo?

19. október– Mannlíf greinir frá því að breska lögreglan hefði framlengt rannsókn sína á meintum kynferðisbrotum Gylfa til 16. janúar næstkomandi.

Lögreglan rannsakar Gylfa áfram til 16. janúar

22. október – Mannlíf greindi frá því að Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH, hefði verið í slagtogi með Aroni Einari, hið umdeilda kvöld í Kaupmannahöfn 2010.

Eggert Gunnþór Jónsson sakaður um nauðgun í sama máli og Aron Einar Gunnarsson

 

Desember

8. desember – Mannlíf segir frá yfirhylmingu KSÍ í máli Arons og Eggerts. Reynt var að þagga málið niður því annar þeirra átti kærustu sem mátti ekki frétta af atvikinu.

KSÍ lagði áherslu á að leyna atviki Arons og Eggerts „því annar leikmaðurinn átti kærustu“

8. desember – Mannlíf birtir fréttir af því að KSÍ hafi vitað af meintri ofbeldishegðun Ragnars Sigurðssonar landsliðsmanns. Ekkert var aðhafst í málinu.

Hótaði að brjóta fætur Ragnars – Landsliðsmaðurinn neitar viðtali um meinta ofbeldishegðun

8. desember – Mannlíf segir fyrst frá sláandi afsökunarbréfi vinkonu Arons og Eggerts þar sem hún afsakar hegðun sína í garð meints fórnarlambs knattspyrnumannanna. Þeir vörpuðu sök hvor á annan og báðu vinkonuna um að ljúga fyrir sig.

Sjáðu sláandi afsökunarbréf vinkonu Arons og Eggerts: „Ég var neydd til að ljúga fyrir þá“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -