Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Már grét eftir að hafa slegið Íslandsmetið: „Mér líður ógeðslega vel“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sló Íslandsmetið og varð í sjöunda sæti í 100 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í París síðdegis í dag.

Már, sem keppi í S11, flokki blindra og sjónskertra, kom í mark á sjötta besta tímanum í undanrásunum í morgun, 1:11,38 mínútum og var öruggur í úrslitin. Í úrslitunum bætti hann tíma sinn frá því í morgun og synti á 1:10.21 mínútum og bætti þannig Íslandsmetið um 15 hundruðustu úr sekúndu. Það var úkraínumaðurinn Myhailo Serbin sem sigraði á nýju heimsmeti, 1:05,84 mín.

Árangur Más er sérstaklega góður í ljósi þess að hann var hættur sundiðkun en snéri aftur þremur árum síðar.

„Mér líður ógeðslega vel. Þetta er náttúrulega eitthvað sem ég búinn að vera að vinna svo mikið og lengi að. Það er svo skrýtið að það er svo margt búið að gerast síðustu þrjú ár. Ég flutti utan og var ógeðslega mikið einn meðan ég var úti. Samt tekst mér að koma aftur og gera þetta. „Þú hlýtur að vera stoltur af sjálfum þér?“ spurði fréttamaður RÚV.  „Ég er það og líka af fólkinu mínu. Þeim sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta því ég er ekki einn í þessu og ég fann það svo rosalega mikið,“ segir Már í samtali við RÚV eftir sundið en hann var að keppa á sínu öðru Ólympíumóti en hann náði fimmta sæti í Tókýó fyrir þremur árum.

Már átti erfitt með tilfinningarnar eftir sundið en hann segist vera orðinn bæði betri sundmaður og tónlistarmaður eftir pásuna. Segist hann þakklátur hvað allir séu hjálpsamir við hann á báðum sviðum. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við sjálfan mig núna sko,“ sagði Már og barðist við tárin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -