Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Margbreytileiki í borginni: Sjónum beint að innflytjendum og málefnum hinsegin fólks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ár hvert er gefinn út bæklingur með upplýsingum um kyn og margbreytileika í borginni. Í ár var áhersla lögð á innflytjendur og málefni hinsegin fólks.

Þetta er ellefta árið sem þessi útekt er gerð og má þar sjá að árið 1998 voru konur 1.694 innflytjenda í Reykjavík en karlar 1.224. Miðað við árið 2021 þar sem konur voru 11.482 og karlar 14.187. Þetta nemur 578% fjölgun á meðal kvenna og 1059% fjölgun á meðal karla og breytingu á kynjahlutföllum.

  • Árið 2021 voru 49% umsókna kvenna um alþjóðlega vernd samþykktar en 39% umsókna karla.
  • Á sama tíma voru 54% umsókna stúlkna samþykktar en 48% umsókna drengja.
  • Talsvert fleiri umsóknir karla bárust eða 375 á meðan 197 konur sóttu um alþjóðlega vernd.

Fleiri nýta sér þjónustu borgarinnar

Fjöldi einstaklinga í þjónustu við transteymi fullorðinna hjá Landspítala fóru frá því að vera 49 árið 2018 í að vera 75 árið 2021. Árið 2022 höfðu 56 starfsstaðir Reykjavíkurborgar fengið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem byrjað var að veita árið 2020.

Hlutfall þeirra sem nýttu sér ráðgjafaþjónustu Samtakanna ´78 árin 2020 og 2021 jókst um nær helming á meðal barna undir 13 ára aldri. Árið 2020 nýttu 4,8% barna á þessum aldri þjónustuna en árið 2021 voru þau 8%.

Hlutfallslegt atvinnuleysi eftir ríkisfangi í mars 2019, 2020, 2021 og 2022 var talsvert hærra hjá einstaklingum með erlent ríkisfang en þeim sem voru með íslenskt ríkisfang. Í mars 2022 var atvinnuleysi meðal fólks með erlent ríkisfang 8% eða fjórfalt hærra en meðal fólks með íslenskt ríkisfang sem var 1,8%.

Kynlegar tölur, er samantekt sem Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkuborgar stýrir, en hægt er að skoða bæklinginn nánar á vef Reykjavíkurborgar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -