Laugardagur 14. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Margeir segir ekki um slys að ræða heldur líkamsárás ökumanns: „Hefði getað endað mun verr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margeir Steinar Ingólfsson lenti í því síðastliðið laugardagskvöld að ekið var aftan á hann, þar sem hann hjólaði niður Laugaveginn. Við höggið féll Margeir til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Við þetta fór ökumaðurinn þó ekki út úr bílnum, heldur ók hann yfir hjólið, keyrði rakleitt eftir göngugötunni og flúði af vettvangi.

Atvikinu hafði verið lýst sem slysi á fréttamiðlum en Margeir, sem er gjarnan þekktur sem DJ Margeir, segir á Twitter að ekki hafi verið um slys að ræða heldur hafi þetta verið „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr.“

Margeir segist hafa kært ökumanninn til lögreglu vegna verknaðarins.

Hjól Margeirs eftir árásina. Mynd/skjáskot RÚV

Í samtali við Vísi segist Margeir hafa verið að hjóla niður Laugaveginn, á milli tveggja bíla, þegar bíll fyrir aftan hann gaf í. Hann segist ekki hafa hugsað frekar út í það en telur þetta hafa verið vottur um pirring.

„Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir Margeir í viðtalinu.

Margeir segist hafa ætlað sér að ræða við bílstjórann eftir atvikið til þess að fá að vita hvað honum hafi gengið til. Bílstjórinn hafi þá komið sér af vettvangi. „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af.“ Margeir segir bílstjórann þó ekki hafa getað beygt niður Frakkastíginn sökum umferðar og hafi því brugðið á það ráð að keyra niður göngugötuna til þess að koma sér af vettvangi.

- Auglýsing -

Margeir náði bílnúmerinu og hafði strax samband við lögreglu, sem hann segir hafa tekið málið alvarlega. Síðar hafi lögregla haft samband með þær upplýsingar að málið væri í rannsókn og að hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -