Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Margrét Gnarr – Var ítrekað sett í ,,Shadowban” á samfélagsmiðlum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margrét Gnarr er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í Podcasti Sölva.

Margrét hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn sem hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Margrét var með einn vinsælasta Instagram-aðgang á Íslandi og var á tímabili komin með meira en 100 þúsund fylgjendur. Hún ákvað að loka aðgangnum að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa skoðað betur algóritmana á bak við samfélagsmiðla. Hún var meðal annars ítrekað sett í eitthvað sem kallað er ,,Shadowban“, sem stjórnendur miðlanna eru tregir til að viðurkenna.

,,Svo er eitthvað sem heitir ,,Shadowban”…þá lokar Instagram á aðganginn og fólk getur ekki fundið þig nema skrifa alveg fullt nafn og myllumerkin virka ekki. Ég vissi alltaf þegar ég var að fara í gegnum ,,Shadowban” tímabil, sem er vanalega tvær vikur. Þá hef ég greinilega verið að nota einhver myllumerki sem ég mátti ekki nota,“ segir Margrét, sem fór í kjölfarið að skoða betur hvernig algóritmarnir á bakvið samfélagsmiðlana virka.

„Stjórnendur miðlanna vilja ekki viðurkenna að þeir geri þetta, en Joe Rogan og fleiri hafa sýnt fram á þetta. Ég alveg stúderaði þetta þvílíkt. Þetta er ekkert ,,Social Media” lengur, þetta er bara ,,Buisness Media.“ Þeir sem stýra þessum miðlum ákveða hverjir fá athygli og hverjir ekki,” segir Margrét.

Í viðtalinu ræða hún og Sölvi líka um pabba hennar, Jón Gnarr, sem hún segir að sé með mesta athyglisbrest sem hún hefur nokkurn tíma orðið vitni að í einum einstaklingi:

,,Pabbi minn er með mjög mikinn athyglisbrest og þegar ég var yngri gat þetta verið mjög erfitt, af því mér fannst eins og hann væri aldrei að hlusta á mig og oft þegar maður er að tala við hann og segja eitthvað of flókið, þá sér maður bara þegar hann er farinn,“ segir Margrét, sem segir að þau feðgin séu mjög líkir persónuleikar og að henni hafi þótt mjög vænt um hve margir voru ánægðir með hann þegar hann var borgarstjóri:

- Auglýsing -

,,Fólk var mjög ánægt með hann, en fyrst þegar hann sagði mér frá þessu hugsaði ég: ,,ohh…þetta verður eitthvað fail”…og það verður geðveikt leiðinlegt, en svo var þetta bara geggjað,” segir hún og bætir við að tími hans í stól borgarstjóra hafi sýnt að oft sé best að stjórnmálamenn þykist ekki vita allt sjálfir og láti sérfræðingana um stóran hluta ákvarðana.

Í viðtalinu ræða hún og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla og margt margt fleira.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -