Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Mathias Wilson er ný Norðurlandameistari í eldsmíði – Beate Stormo keppti fyrir hönd Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mathias Wilson er nýr Norðurlandameistari í eldsmíði.

Síðdegis í dag lauk Norðurlandameistaramótinu í eldsmíði á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi, með úrslitum og verðlaunaafhendingu. Sagt var frá því á vef Skessuhorns. Keppt var í þremur flokkum á mótinu; byrjenda, sveina og meistara en alls voru keppendur 15 talsins. Fimm þjóðir sendu keppendur á mótið en það var Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk. Um er að ræða elstu iðngrein sem til er.

Byrjendaflokkur keppti á föstudaginn, keppt var í sveinaflokki í gær en í meistaraflokki í dag en lauk keppninni um nónbil. Þema keppninnar í ár var ankerissmíð. Í byrjendaflokki varð hinn danski Sören Hammer þriðji, Nestori Widenoja frá Finnlandi annar og hinn sænski Magnús Nilson sá fyrsti. Í flokki sveina var  Emil Lindqvist frá Svíþjóð í þriðja sæti, Daninn Kasper Reinholdt í því öðru og Finninn Sami Niinilampi bar sigur úr býtum.

Föngulegur hópur verðlaunahafa.
Ljósmynd: Skessuhorn

Að sögn Skessuhorns var mesta spennan fyrir úrslitum í meistaraflokki en Beate Stormo frá Kristnesi í Eyjafirði keppti fyrir hönd Íslands en hún var eina konan í keppninni. Sem ríkjandi Norðurlandameistari hafði hún titil að verja. Smíði hennar fór hins vegar ekki eins og hún hafði vonað en náði hún þrátt fyrir það þriðja sætinu í keppninni. Sá sem hlaut silfrið var hinn norski Mikael Wunderlich en nýr Norðurlandameistar í eldsmíði er Svíinn Mathias Wilson.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -