2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Með þrjú hjól undir bílnum en áfram ölvaður ók

Lögreglan var kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna umferðaróhapps á Vesturlandsvegi við Bauhaus.

 

Þar hafði bifreið verið ekið upp á hringtorg.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Ekki urðu slys á fólki.

Í ljós kom að annan hjólbarða bifreiðarinnar að framan vantaði og hafði ökumaðurinn ekið á felgunni frá Ártúnsbrekku þar sem tilkynnt var um hjólbarða á akbraut.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum