Miðvikudagur 4. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Meðritstjóri Þórðar gagnrýnir hann harðlega: „Það er ekki mikil auðmýkt í þessari framsetningu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórður Snær Júlíusson, fram­bjóðandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­víku­rkjör­dæmi norður og fyrrverandi ristjóri Heimildarinnar, viðurkenndi í gær í þættinum Spursmál að hafa skrifað niðrandi greinar um konur undir dulnefni.

„Kon­ur eru flug­klár­ar, miklu klár­ari en ein­feldn­ing­arn­ir við sem get­um mest átt þrjú áhuga­mál, þær taka eft­ir öllu og kryfja það. En þær eru líka lævís­ar, mis­kunn­ar­laus­ar, und­ir­förl­ar tík­ur sem svíf­ast einskis til að ná því fram sem þær vilja og helst með því að láta sjálf­ar sig líta út sem fórn­ar­lömb at­b­urðarás­ar­inn­ar á meðan,“ skrifaði Þórður meðal annars á blogg frá árunum 2006 til 2007. 

„Það veita sér all­ir karl­menn unað. Hvort sem það er pabbi ykk­ar, bisk­up­inn eða gæ­inn sem dæl­ir bens­íni á bíl­inn, þeir fikta all­ir reglu­lega í drasl­inu á sér, það er í eðli okk­ar. Heim­ur­inn yrði lík­lega óbæri­leg­ur ef að karl­menn gerðu ekki slíkt, þeir væru enda­laust frú­st­reraðir og pirraðir þar sem meiri­hluti kven­kyns viður­kenn­ir ekki að þær séu jafn graðar og við og nota kyn­líf til að stjórna körl­um. Límið sem held­ur heim­in­um sam­an er unaðsveit­ing­in og aðal hjálp­armeðal henn­ar er klámið,“ eru einnig orð sem Þórður skrifaði. Á blogginu skrifaði Þórður einnig að Rannveig Rist „daðri við að vera þroskaheft.“

Ingibjörg ósátt

Í færslu á Facebook sem Þórður birti í nótt segist hann hafa verið rúmlega tvítugur þegar hann skrifaði þetta. Hann biðst auðmjúklega afsökunar í færslunni og segir að þetta hafi verið heimskulegt og rangt af honum. Hann tekur fram að þessi skrif hans endurspegli ekki þau gildi sem hann hefur í dag. Þá segir hann að færslurnar hafa að mestu verið frá árinu 2004.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, er ekki hrifin af færslu Þórðar. „Maður sem er fæddur árið 1980 er ekki rúmlega tvítugur á árunum 2006 og 2007, heldur 26 og 27 ára. Það er ekki mikil auðmýkt í þessari framsetningu. Á þeim tíma varst þú ekki bara með krullurnar á djamminu heldur einnig að skrifa fréttir í fjölmiðla,“ skrifar Ingibjörg við afsökunarbeiðni Þórðar, sem var ekki lengi að svara. 

„Sæl. Færslan sem vitnað er er frá fyrri hluta árs 2004. Ég var ekki starfandi blaðamaður heldur i háskólanámi. Ég var því ekki að skrifa fréttir i fjölmiðla. En ég ber samt sem áður auðvitað fulla àbyrgð á þessum vondu skrifum, og vík mér ekki undan henni. Ég sé þau fyrir það sem þau eru og biðst afsökunar á þeim.“

Ingibjörg og Þórður Snær unnu náið saman sem meðritstjórar Heimildarinnar um nokkurt skeið þar til Þórður hætti skyndilega sem ritstjóri fyrr á þessu ári.

Miklu klárari en konurnar

- Auglýsing -

Stuttu eftir að Ingibjörg ritaði athugasemd sína setti hún sjálf færslu á Facebook sem hægt er að lesa hér fyrir neðan. Ekki liggur nákvæmlega fyrir í hvað eða hvern Ingibjörg vísar með þessari færslu en bent hefur verið á að Þórður Snær sat um tíma í stjórn UN Women á Íslandi.

Til eru mismunandi gerðir karlrembu. Sú sem mér hefur þótt einna erfiðast að eiga við og finnst eiginlega verst eru karlarnir sem koma fram sem femínistar. Þeir halda jafnvel sjálfir að þeir séu það en þeir eru bara svo miklu klárari en konurnar í kringum þá. Mín reynsla er sú að þessir karlar eiga auðveldast með að bera virðingu fyrir konum sem rífa kjaft og eru dálítið töff – eins og strákarnir. Eða eru þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -