Miðvikudagur 24. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Meintir árásarmenn ganga lausir: „Strappaður allsber í stól og hann gat varla andað“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Sonur minn er fenginn til að koma í Vatnagarða þar sem einn árásarmannanna bjó. Þá er hann tekinn, negldur niður í stól og það var búið að undirbúa þetta. Þetta er bara rán, hann skuldaði þessum mönnum ekki neitt. Þeir voru næstum búnir að drepa hann,“ segir faðir manns sem var frelsissviptur og pyntaður af tveimur mönnum en Vísir fjallaði um málið.

Árásin er sögð hafa staðið yfir í tæpar þrjár klukkustundir en mönnunum tveimur var sleppt úr gæsluvarðhaldi þann 3.apríl síðastliðinn. Faðir þolandans er ósáttur við það að mennirnir gangi lausir en var sonur hans hætt kominn þegar hann komst loks undir læknishendur. Í greinargerð lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið bundinn við stól, stunginn með stálröri, broti úr spegli og hnífi. Þá hafi báðar ristar hans verið brotnar en upptökur af árásinni voru í síma árásarmannanna. Þegar árásarmennirnir sáu að það blæddi mikið úr slagæð mannsins skildu þeir hann eftir með síma svo hann gæti hringt á aðstoð.

„Þeir eru með ítarlegt vídeó af þessu öllu saman, gerendurnir tóku þetta allt upp. Við erum að tala um dúkahníf, speglabrot, hamar, belti og stálrör. Á meðan að þetta á sér stað er hann strappaður allsber í stól og tape-aður um andlitið, hann gat varla andað,“ sagði faðirinn í samtali við Vísi en sonur hans og annar árásarmannanna hafa þekkst síðan þeir voru í grunnskóla. Þá segist hann hafa tekið meintan árásarmann með í skíðaferðalag í æsku. „Við vorum góð við hann.“ Að lokum segist hann vonast til þess að málið verði tekið fyrir áður en kemur að sumarfríi dómstólanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -