Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Meintir fíkniefnasalar handteknir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá einstaklinga síðastliðinn föstudag sem allir voru með fíkniefni í fórum sínum. Eru tveir þeirra jafnframt grunaðir um fíkniefnasölu, eins og kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Í íbúðarhúsnæði eins þeirra fannst talsvert magn af kannabisefnum í neyslueiningum, auk sölubúnaðar og vogar. Einnig lyf sem eru lyfseðilsskyld hér á landi. Þá var hann með umtalsverða fjármuni í fórum sínum sem taldir eru vera ágóði af fíkniefnasölu og voru haldlagðir.

Annar sem var handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur og reyndist vera sviptur ökuréttindum var með kannabisefni í neyslueiningum. Þau voru falin í hurðarkarmi bifreiðarinnar sem hann ók, undir innréttingunni. Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af viðkomandi, einkum vegna brota tengdum fíkniefnum. Þá er þetta í annað skiptið sem hann var staðinn að akstri án ökuréttinda.

Sá þriðji var með allnokkuð af kannabisefnum í fórum sínum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri  upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook – síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -