Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Þetta er (meintur)„Gerendalisti Glúms“ – Lýsir eftir mönnum sem telja sig fórnalömb femínisma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Glúmur Baldvinsson óskar sérstaklega eftir að fá karlmenn sem hafa verið kúgaðir af femínistum til starfa við myndun flokks sem mun bjóða fram í borginni. Ég vænti þess að hann muni heita gerendalistinn.“

Twitter hefur tekið við sér ef marka má þessa færslu frá Hjalta, í kjölfar tilkynningar Glúms Baldvinssonar um stofnun nýs flokks fyrir borgarstjórnarkosningar.

Í athugasemd undir tilkynningu sinni segir Glúmur orðrétt:

„Ég óska sérstaklega eftir að fá til liðs við flokkinn þá karlmenn sem hafa verið kúgaðir af femínisma.“

Það er því ekki úr vegi að velta því upp hverjir það væru sem gætu vermt sæti í nýjum flokki Glúms, út frá þessari skilgreiningu.

Jón Baldvin Hannibalsson

Líklegt verður að teljast að Jón Baldvin Hannibalsson, faðir Glúms, myndi eiga þar sess. Hann mun í það minnsta vera maður sem telur sig fórnarlamb femínisma, en Jón Baldvin hefur ítrekað verið ásakaður um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni gegn ótal konum. Svör Jóns Baldvins við ásökununum hafa verið á þá leið að um sé að ræða lygar og árásir gegn sér.

- Auglýsing -

Fleiri menn sem rennt gætu hýru auga til flokks Glúms fyrir meint fórnarlömb femínisma gætu verið:

Sölvi Tryggvason

Sölvi Tryggvason

Í frétt Mannlífs frá 1. maí var sagt frá orðrómi um þjóðþekktan mann sem hafði keypt sér kynlífsþjónustu og gengið svo í skrokk á konunni. Fylgdi það sögunni að maður þessi hefði áður gerst sekur um ofbeldi og óviðeigandi hegðun gagnvart konum. Mannlíf hafði traustar heimildir fyrir réttmæti frásagnanna. Í kjölfarið steig fjöldi kvenna fram og nafngreindi Sölva Tryggvason, hinn þjóðþekkta fjölmiðlamann. Í framhaldinu gaf Sölvi frá sér yfirlýsingu þess efnis að um væri að ræða rætnar slúðursögur. Hann væri saklaus – fórnarlamb gróusagna og ómerkilegrar og óvandaðrar fjölmiðlunar. Hann lét ekki staðar numið þar og tók viðtal við sjálfan sig í eigin hlaðvarpsþætti, með aðstoð Sögu Ýrar Jónsdóttur, lögmanns hans. Þar báru tilfinningarnar Sölva oft ofurliði og hann grét sárt mannorðsmorðið sem hann sagðist hafa orðið fyrir. 

- Auglýsing -

Fljótlega fóru þó að berast vísbendingar um réttmæti sagnanna. Tvær konur stigu fram og sögðust vera að undirbúa kærur gegn Sölva fyrir ofbeldi á hendur sér. Í kjölfarið lagði Sölvi á flótta. Lögmaður hans upplýsti um að hafa ekið honum á geðdeild, en í sumar sást svo til Sölva á Spáni.

Ingólfur Þórarinsson

Ingólfur Þórarinsson

Ásakanir á hendur Ingólfi Þórarinssyni um kynferðisofbeldi hafa verið æði margar síðustu misseri. Í sumar komu fram ótal ásakanir og sögur, bæði nafnlausar og undir nafni, um kynferðisbrot, ofbeldishegðun og kynferðislega áreitni Ingólfs, eða Ingó veðurguðs eins og hann er jafnan kallaður. Er hegðun hans sögð hafa staðið yfir árum saman. Hann er jafnvel sakaður um brot gegn stúlkum undir lögaldri. Sagt var að vitað hefði verið um hegðun Ingó um langa hríð og hann meðal annars verið bannaður sem skemmtikraftur á böllum ákveðinna menntaskóla. 

Í kjölfar ásakananna hætti Þjóðhátíðarnefnd við að láta Ingó sjá um brekkusönginn, eins og til stóð. Reyndar varð svo ekkert af hátíðinni, en það má reikna með að hann hljóti ekki ráðninguna þar á næstunni.

Auðunn Lúthersson

Auðunn Lúthersson

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem ber listamannsnafnið Auður, gaf frá sér yfirlýsingu í byrjun sumars þess efnis að hann hefði áður gerst sekur um að fara yfir mörk konu. Kvaðst Auðunn vera að leita sér hjálpar hjá fagaðilum. Það komu hinsvegar nokkuð fleiri sögur fram á sjónarsviðið um þetta leyti sem vörðuðu hegðun Auðuns. Samfélagsmiðlar loguðu og ótal sögur litu dagsins ljós á Twitter. Var Auðunn sagður hafa ýmist hegðað sér með ósæmilegum hætti eða brotið á ungum stúlkum. Sögur komu fram um kynferðislegt samneyti Auðuns við ungar stúlkur sem jafnvel voru staddar á tónleikum hans og litu upp til hans. Hann var sagður hafa ítrekað farið yfir mörk kvenna og stúlkna.

Í kjölfarið var málið tekið til skoðunar hjá Þjóðleikhúsinu, þar sem Auðunn var við störf á þessum tíma. Hann átti að taka þátt í leikverkinu Rómeó og Júlíu og sjá þar um tónlist. Svo fór að Auðunn var tekinn út úr verkefninu. Upp frá því hefur Auðunn haldið sig frá sviðsljósinu.

Kolbeinn Sigþórsson

Kolbeinn Sigþórsson

Árið 2017 sökuðu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir fótboltalandsliðsmanninn Kolbein Sigþórsson um að hafa beitt þær líkamlegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni í skemmtistaðnum B5 í miðbæ Reykjavíkur. Málið var tilkynnt og kært til lögreglu og var stjórn KSÍ upplýst um málið. Komið var á sáttafundi í málinu á sínum tíma og Kolbeinn samþykkti að greiða þeim Þórhildi og Jóhönnu bætur. Nýverið komst málið þó upp þegar í ljós kom að KSÍ hafði þaggað það niður.

Gylfi Þór Sigurðsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Landsliðsmaðurinn og Evertonleikmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í sumar handtekinn af lögreglu í Bretlandi, fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu þar ytra.

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ágúst Ólafur, fyrrum alþingismaður fyrir Samfylkinguna, fór í desember árið 2019 í tveggja mánaða ólaunað leyfi frá þingstörfum eftir að hafa verið veitt áminning af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar. Áminningin var veitt eftir að blaðakonan Bára Huld Beck upplýsti nefndina um kynferðislega áreitni og niðurlægingu sem hún varð fyrir af hendi Ágústs Ólafs. Þegar Samfylkingin stillti upp á lista fyrir alþingiskosningar í upphafi þessa árs var sú ákvörðun tekin að veita Ágústi Ólafi ekki baráttusæti á lista flokksins, eins og hann hafði óskað eftir. Ágúst Ólafur hverfur því af þingi.

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Í maí á þessu ári tilkynnti alþingismaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé að hann hefði dregið framboð sitt fyrir Vinstri Græn í komandi kosningum til baka. Sagði hann ákvörðun sína koma í kjölfar nýrrar bylgju metoo, þar sem hundruð þolenda kynferðisofbeldis höfðu þegar rofið þögnina um brotin. Kolbeinn upplýsti í framhaldinu um að hann hefði fengið veður af því að hegðun hans hefði valdið konu mikilli vanlíðan. Ennfremur hefði verið leitað til fagráðs Vinstri Grænna með kvartanir vegna hegðunar Kolbeins. Hann tók það fram að hann væri að leita sér aðstoðar, en tiltók ekki hvers eðlis hegðun hans eða kvartanirnar á hendur honum hefðu verið.

Ljóst er að annarri metoo-bylgjunni er hvergi nær lokið. Því gætu enn fleiri menn gengið til liðs við flokk Glúms áður en yfir lýkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -