Sigurvegari kosninganna í Kópavogi var nýja framboðið, Vinir Kópavogs, en þeir unnu mikinn sigur í nótt þegar þeir komu tveimur fulltrúum inn.
Meirihlutinn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hélt í kosningunum í nótt, þeir halda sex fulltrúum.
Framsóknarflokkurinn bætti við sig fulltrúa en hann fór úr einum í tvo á meðan Sjálfstæðisflokkurinn missti einn og fór úr fimm niður í fjóra.
Viðreisn, Píratar og Samfylkingin náðu öll einum fulltrúa inn í bæjarstjórnina en hvorki Miðflokkurinn né Vinstri hreyfingin grænt framboð náðu kjöri.
Eftir bæjarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sex fulltrúa meirihluta.