Fimmtudagur 13. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Menn vildu rífa í lóðin en eru nú rannsakaðir af lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var ýmislegt sem kom upp á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en hér fyrir neðan má lesa um það helsta.

Lögreglan þurfti að sinna einu útkalli varðandi líkamsárás. Þá var hún kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu en sem betur var enginn slasaður og líklega um minniháttar tjón að ræða.

Lögregla hafði afskipti af ökumanni sem ók á ofsahraða þrátt fyrir að skilyrði til aksturs hafi verið mjög slæm. Ökumaðurinn var sektaður fyrir að aka ekki miðað við aðstæður en þá var hann einnig að aka vel yfir hámarkshraða..

Lögreglan var kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka. Hún fór á staðinn og kallaði svo í framhaldinu til viðbragðsaðila.

Tilkynnt var um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi. Lögreglan fór og reyndi að ræða við manninn en var hann ekki í ástandi til að sjá um sjálfan sig og hafði verið að hóta fólki í verslunum á svæðinu. Maðurinn gisti í framhaldinu fangageymslur lögreglu.

Lögreglan var kölluð til vegna hótana en þar hafði aðili send myndir af vopnum til annars og hótað að beita þeim. Senandinn var handtekinn vegna málsins en ekki liggur fyrir hvernig vopn um ræddi.

Þá var einnig tilkynnt var um menn innandyra í húsnæði líkamsræktarstöðvar. Mennirnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -