Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Metfjöldi Íslendinga til útlanda í maí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aldrei hafa fleiri Íslendingar farið erlendis í maímánuði allt frá því mælingar hófust. Brottfarir erlendra farþega voru líka margar, en þar er um að ræða fimmta fjölmennasta maímánuðinn frá því mælingar hófust. Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.

Brottfarir Íslendinga frá landinu voru um 65 þúsund talsins, sem er met. Brottfarir erlendra farþega voru um 112 þúsund í nýliðnum maímánuði, sem er um 68 prósent af því sem var í maí árið 2018 og 89 prósent af fjölda maímánaðar ársins 2019.

Af erlendum farþegum voru Bandaríkjamenn flestir, eða um 26 þúsund talsins. Bretar voru í öðru sæti, um 9.500 manns, og Þjóðverjar í því þriðja, um 8.800 talsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -