Aldrei hafa fleiri Íslendingar farið erlendis í maímánuði allt frá því mælingar hófust. Brottfarir erlendra farþega voru líka margar, en þar er um að ræða fimmta fjölmennasta maímánuðinn frá því mælingar hófust. Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.
Brottfarir Íslendinga frá landinu voru um 65 þúsund talsins, sem er met. Brottfarir erlendra farþega voru um 112 þúsund í nýliðnum maímánuði, sem er um 68 prósent af því sem var í maí árið 2018 og 89 prósent af fjölda maímánaðar ársins 2019.
Af erlendum farþegum voru Bandaríkjamenn flestir, eða um 26 þúsund talsins. Bretar voru í öðru sæti, um 9.500 manns, og Þjóðverjar í því þriðja, um 8.800 talsins.